Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 72

Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 72
70 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 Rajan skrifar sem talsmaður frjálsra viðskipta, markaðsbúskapar, jafnréttis og lýðræðis. Hvað allt þetta varðar tilheyrir hann þeirri breiðu miðju í stjórnmálum heimsins sem inniheldur frjálslynda borgara­ og jafnaðar­ mannaflokka. Hann á hvorki samleið með þeim sem bölva öllu ríkisvaldi í sand og ösku né þeim sem vilja afnema kapítalisma og markaðsbúskap. Sýn hans á samfélagið er samt að sumu leyti afar ólík þeirri sem mest ber á hjá talsmönnum frjálslyndis og alþjóðavæðingar. Þrjár höfuðskepnur Átökum í stjórnmálum nútímans er stundum lýst sem togstreitu milli þeirra sem vilja meiri markaðsbúskap og þeirra sem vilja meiri ríkisafskipti. Þeir fyrrnefndu eru iðulega taldir til hægri og þeir síðarnefndu til vinstri. Sú hugmynd að ríkið og markaðurinn séu andstæður stenst þó enga skoðun því aukin ríkisafskipti og víðtækari markaðsbúskapur haldast oft og víða í hendur. Markaðsbúskapur vex í skjóli ríkisins og ríkið þrífst á arðsemi sem er færð til bókar og hægt að skattleggja fremur en á þeim leifum sem eftir eru af hag­ kerfi sjálfsþurftarbúskapar og óskráðra skipta á vörum eða vinnu. Meginhugmyndin í bók Rajans er að til að skilja samfélög og samfélagsbreytingar nútímans dugi skammt að skoða bara hag­ kerfið og ríkið. Þessir tveir risar leysa, segir hann, vissulega mörg af þeim vandamálum sem leysa þarf til að fólk geti lifað við frið og skapleg kjör. En þeir leysa ekki allan vanda og þeir geta hvorugur staðið á eigin fótum. Margvísleg samhæfing og nauðsynleg sam­ vinna á sér stað á vettvangi smárra samfélaga sem virka í krafti þess að fólk þekkist, treysti hvert öðru og skilji hvert annað. Þessi smáu samfélög eru hvorki ríki né markaðir. Þau fóstra samt það mannlíf sem þarf að þrífast til að ríki og markaðir dafni og orki til góðs. Mynd Rajans af smærri samfélögum sem undirstöðum undir stóru kerfin – ríkin og markaðina – er ekki alger nýlunda. Svipaður skilningur hefur verið á kreiki meðal lærdóms­ manna allt frá því Georg Hegel gaf út rit sitt um réttarheimspeki árið 1820 (Hegel, 1978). Á þeim tveim öldum sem liðnar eru síðan hafa margir þjóðmálahugsuðir heimfært skilning Hegels upp á veruleikann og rökstutt að hvorki ríki né markaður virki nema til sé samfélag þar sem fólk öðlast félagsþroska sem þarf til að taka þátt í stjórnmálum og starfrækja fyrirtæki. Ein áhrifa mesta útgáfan af þessari hugsun á síðustu öld var sett fram af John Dewey (1984) í bók um almannavett­ vanginn og vandamál hans (The Public and its Problems) sem upphaflega kom út árið 1927. Á seinni árum má finna svipaðar áherslur hjá fólki vítt og breitt á litrófi stjórnmálanna: Íhaldsmönnum eins og Patrick J. Deneen (2018), stjórnmálafræðingnum sem ég sagði stuttlega frá í ritdómi hér í Þjóðmálum í fyrra (Atli Harðarson, 2019); róttækum stjórn­ leysingjum eins og mannfræðingnum James C. Scott (2012, 2017) og fræðimönnum með stjórnmálaskoðanir nær miðju, eins og Francis Fukuyama (1995) sem segir að félagsauður („social capital“) hvers samfélags verði til á vettvangi þar sem menn treysta hver öðrum. Samfélög þar sem fólk getur verið „við“ en ekki bara „ég“ – þar sem menn treysta hver öðrum því þeir þekkjast og þar sem er kostur á samhjálp án þess allt sé fært til bókar og þar sem fólk sér þörf hvert annars en les hana ekki úr gagnagrunnum – slík samfélög geta verið af mörgu tagi. Þau geta til dæmis verið vinnustaðir, söfnuðir, stórfjölskyldur, félög og byggðarlög. Rajan leggur á áherslu á eina gerð slíkra samfélaga sem er grenndar­ samfélagið. Í inngangi bókarinnar segir hann að þetta séu félagseiningar á borð við þorp, sveitir og borgarhverfi. Ef slíkar félags­ einingar eru sterkar geta þær í senn veitt stuðning og samhjálp, átt þátt í uppeldi og mótun sjálfsmyndar og veitt fólki öryggi og siðferðilegt taumhald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.