Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 34

Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 34
32 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 Þróun ríkisins ósjálfbær Í framhaldi af umræðu um samspil einkaaðila og ríkisins. Nú er það þó þannig að umsvif ríkisins eru mjög mikil hér á landi. Samhliða því er skattbyrðin þung og þörf ríkisins fyrir skatttekjur mjög mikil. Hvar endar sú þróun? „Það er rétt, þörfin fyrir skatttekjur er í raun óseðjandi,“ segir Halldór Benjamín. „Nú í haust hef ég verið í samkvæmisleik við sjálfan mig og skoðað atvinnuauglýsingar í blöðum. Óvísindalega get ég fullyrt að meginþorri auglýsinganna er frá opinberum aðilum. Atvinnulífið er að hagræða um þessar mundir, ekki af því að það vilji það, heldur af nauðsyn. Ef eitthvað er að marka atvinnu­ auglýsingarnar þá á ekkert slíkt sér stað hjá hinu opinbera og það sést vel í fjölgun opinberra starfsmanna undanfarin ár. Þessi kerfi okkar eru að verða ósjálfbær nema það myndist einhver samfélagsleg sátt um að sífellt verði seilst dýpra í vasa landsmanna. Ég mun leggja mitt af mörkum við að berjast gegn þeirri þróun.“ Halldór Benjamín nefnir þó að fyrra bragði að rétt sé að halda því til haga sem vel er gert. Þannig muni tekjuskattur einstaklinga lækka umtalsvert um áramót sem helst nýtist hinum tekjulægri. Það er hluti af aðkomu ríkisins við fyrrnefndan Lífskjarasamning. Þá sé ytri staða þjóðarbúsins kraftaverki líkust. Á rúmlega áratug hefur Ísland farið úr því að glíma við ósjálfbæra skuldastöðu í að vera með einn mesta sparnað í heimi sem þjóðarbú. Erlendar eignir þjóðarbúsins eru nú ríflega sjö hundruð milljarðar króna umfram skuldir, sem jafngildir 30% af lands­ framleiðslu. Það er svipað og Sviss. Þessi staða er ekki aðeins einsdæmi í hagsögunni heldur er staðan öfundsverð í alþjóðlegum samanburði. „Nú er Alþingi búið að samþykkja aftur þriggja þrepa skattkerfi, sem vissulega var hluti af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í aðdraganda kjarasamninga og er markverð skattalækkun á vinnandi fólk,“ segir Halldór Benjamín. „Ef við horfum á kjarasamninga síðastliðna tvo áratugi eða svo, þá eru þeir þríhliða. Fyrir mér þarf þetta ekki endilega að vera svona. Ég er ekki talsmaður þess að atvinnu­ „Ég er sannfærður um að besta leiðin til að veita súrefni inn í efnahagsumhverfið nú er tvíþætt; annars vegar að lækka tryggingar gjaldið markvisst og hins vegar að afnema bankaskattinn sem er ósanngjarn og óskilvirkur skattur á einstaklinga og fyrirtæki í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.