Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 62

Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 62
60 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 Sem fyrr segir reykti hann upp undir tíu vindla á dag, en þó ekki alla upp til agna. Hann átti það til að tyggja endann á þeim og leyfa sumum þeirra að brenna upp. Hann bjó sjálfur til aukalag á vindlana, sem kallað er bellybando (það er í raun ekki til neitt íslenskt orð yfir það). Það var brúnn pappi sem hann vafði utan um endann á vindlum sínum. Churchill klippti aldrei vindlana sína þrátt fyrir að hafa fengið gefins ógrynni af vindlaklippum í gegnum tíðina. Hann lét sér nægja að vefja þá með fyrrnefndu lagi. Forsetarnir engu sér vindil, en ekki lengur Það eru þó fleiri þekktir stjórnmálamenn 20. aldar sem nutu þess að fá sér vindil. Flestir forsetar Bandaríkjanna reyktu vindla, ýmist að staðaldri eða við sérstök tilefni. Þeir Calvin Coolidge og Herbert Hoover reyktu báðir vindla að staðaldri. Coolidge byrjaði daginn iðulega á því að fá sér vindil og var duglegur að bjóða upp á vindla á fundum. Hann leit á vindla sem ákveðið vopn í erfiðum viðræðum við aðra stjórnmálamenn. Það að geta tekið upp vindil, boðið með sér og kveikt í fyrir aðra gat verið byrjun á góðum samræðum. John F. Kennedy var einnig mikill unnandi góðra vindla. Hans uppáhaldstegund var H. Upmann Petit Corona frá Kúbu. Kennedy var ekki stórreykingamaður, en fékk sér þó vindil nær daglega. Fræg er sagan af því að áður en hann undirritaði viðskiptabann á Kúbu árið 1962 bað hann fjölmiðlafulltrúa sinn, Pierre Salinger (sem einnig var vindla áhugamaður) um að verða sér úti um eins mikið magn og hægt væri af kúbversku vindlategundinni. Salinger náði að verða sér úti um 1.200 stykki áður en Kennedy skrifaði undir bannið. Seinna sama ár fór Salinger til Moskvu og átti þar fund með Nikita Khrushchev. Í lok fundarins afhenti Khrushchev honum vindla frá Kúbu (sem þá voru orðnir ólöglegir í Bandaríkjunum), 250 stykki. John F. Kennedy var einnig mikill unnandi góðra vindla. Hans uppáhaldstegund var H. Upmann Petit Corona frá Kúbu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.