Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 71

Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 71
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 69 Bókarýni Atli Harðarson Mannheimar The Third Pillar: How Markets and the State Leave the Community Behind Höfundur: Raghuram Rajan Útgefandi: Penguin Press, 2019 446 bls. Raghuram Rajan er prófessor í hagfræði við Chicago­háskóla. Hann var aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 2003 til 2006 og bankastjóri við seðlabanka Indlands frá 2013 til 2016. Bók hans um misbresti í fjármála­ kerfum heimsins, Fault Lines: How Hidden Fractures Still Threaten the World Economy, sem út kom 2010, vakti mikla athygli og fyrir hana hlaut hann verðlaun og viðurkenningar, meðal annars frá Financial Times sem útnefndi hana bestu viðskiptafræðibók þess árs. Nýjasta bók Rajans, sem hér er til umfjöllunar, hefur einnig vakið verulega athygli. Í henni fjallar hann um vantraust almennings á markaðsbúskap og lýðræðislegum stjórn­ málum og um lýðskrumið sem á vaxandi hljómgrunn um þessar mundir. Í inngangi bókarinnar segir Rajan að þótt efnaleg velsæld sé meiri nú en nokkru sinni fyrr sé stór hluti verkafólks í ríkum löndum mjög áhyggjufullur. Bankakreppan fyrir áratug varð til þess, segir hann, að fjöldi fólks missti trúna á að hagkerfinu og stjórn­ málunum væri viðbjargandi. Þegar saman fara útbreitt vantraust á kerfið og áhyggjur alþýðu af eigin afkomu þá er torvelt að byg­ gja upp og viðhalda góðu samfélagi þar sem þorri fólks í heilu ríki býr við öryggi og getur treyst á samhjálp og stuðning ef á móti blæs. Þegar við bætist að innflytjendum fjölgar og samfélög verða sundurleitari verður erfitt að ná samstöðu um velferðarkerfi fyrir alla en auðvelt að magna úlfúð og sundurþykkju. Þjóðernissinnaðir flokkar á hægri væng stjórn málanna og vinstrisinnaðir and­ stæðingar frjálsra viðskipta bregðast hvorir tveggja við þessu með því að boða fráhvarf frá opnum mörkuðum og samfélagsskipan í anda frjálslyndis. Hvað þetta varðar segir Rajan að Donald Trump og Bernie Sanders séu tvær birtingarmyndir sama vanda og bendir á að þeir hafi báðir talað fyrir verndarstefnu og tollamúrum. Hann segir líka að í Evrópu hafi framboð sem hann kennir við „populism“ að jafnaði fengið vel innan við tíunda hluta atkvæða um aldamót en nær fjórðung atkvæða þar sem kosið var í álfunni árið 2017.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.