Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 54

Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 54
52 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 Hér er birt ávarp sem Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka og stjórnar formaður Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF), flutti á hinum árlega SFF­degi sem fram fór 28. nóvember 2019. Á fundinum í ár var horft til starfsumhverfis fjármálafyrirtækja og samkeppnishæfni. Benedikt Gíslason Miklar breytingar framundan á fjármálamörkuðum Það þarf ekki að fjölyrða um þær miklu breytingar sem gerðar hafa verið á regluverki fjármálamarkaða á síðasta áratug. Nú þegar útlit er fyrir að lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar sé að ljúka er ástæða til að staldra við og velta fyrir sér áhrifum þessara breytinga á fjármálamarkaði og innleiðingu þeirra hér á landi í samanburði við önnur Evrópuríki. Fyrir nokkrum árum gáfu Samtök fjármálafyrirtækja út skýrsluna Hvað hefur breyst? Í henni er að finna greinargott yfirlit um þær breytingar sem hafa verið gerðar á regluverki fjármálamarkaða á vettvangi Evrópusambandsins í kjölfar fjármála­ kreppunnar. Eins og fram kemur í ritinu þá hafa SFF stutt innleiðingu þessara breytinga í íslenskan rétt en að sama skapi hafa samtökin brýnt fyrir stjórnvöldum að forðast að flétta við þessar breytingar séríslenskar reglur sem kunna að grafa undan samkeppnishæfni íslenskra fjármálafyrirtækja. Því miður hafa stjórnvöld ekki orðið við þessu. Ýmis íslensk sérákvæði voru fléttuð saman við evrópskar reglur þegar þær voru inn­ leiddar hér á landi. Við þetta bætist að skatta­ umhverfi aðildarfélaga SFF er sérstaklega íþyngjandi og langt umfram það sem þekkist í Evrópu. Hér á landi eru þrír skattar lagðir sérstaklega á fjármálafyrirtæki: bankaskattur, fjársýsluskattur og sérstakur fjársýsluskattur. Þá er fjársýsluskattur og sérstakur fjársýslu­ skattur einnig lagður á vátryggingafélög. Þessi skattlagning hefur víðtæk áhrif. Hún eykur rekstrarkostnað fjármálafyrirtækja og vátryggingafélaga og veikir samkeppnis­ stöðu þeirra gagnvart öðrum lánveitendum á markaðnum og erlendum fyrirtækjum sem ekki búa við jafn íþyngjandi skattaumhverfi. Þá hækkar hún að öðru óbreyttu lánskjör einstaklinga og fyrirtækja og getur þannig haft neikvæð áhrif á hagvöxt. Fjármálastarfsemi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.