Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 65

Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 65
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 63 Hönnuðir appa nota fjölmörg brögð til að lokka þig til þeirra, þau sömu og framleiðendur spilakassa nota. Síminn er með fjölmörgum mismunandi litríkum öppum sem gefa frá sér alls kyns hljóð. Margir appframleiðendur velja heita liti á myndtáknin sín (e. icon) þar sem við löðumst frekar að þeim en öðrum. Við tökum sérstaklega eftir rauðum lit sem almennt er notaður til að tákna bann eða hættu í umhverfinu. Bólan sem táknar eitthvað ólesið, til dæmis ólesnar tilkynningar eða tölvupóst, er einmitt rauð þess vegna. Græn eða gul bóla hefur ekki sömu áhrif. Síðan eru fjölmörg öpp með straum af upplýsingum, eins og Instagram, þar sem fólk birtir myndir. Þegar við viljum skoða hvort nýjar myndir séu komnar getum við ýtt viðmótinu niður (e. pull to refresh) og þá athugar Instagram hvort eitthvað nýtt sé komið. Hringur, sem snýst, táknar að verið sé að athuga málið. Þetta er eins og spilakassi, við ýtum á takkann og bíðum. Skyldi koma vinningur? Komi eitthvað nýtt birtist það með uppörvandi hljóði og við fyllumst vellíðan eins og þegar við vinnum í spilakassa. Sú aðgerð að ýta viðmótinu niður gefur okkur falska tilfinningu um að við séum við stjórnvölinn. Fleira er gert. Vilji einhver spjalla við þig kemur tilkynning (e. notification) á skjáinn og jafnvel hljóð. Reyni einhver að ná í þig er sjálfsagt að við vitum það strax, eins og þegar sími hringir. Öppin senda þér einnig skilaboð. Facebook lætur þig vita ef vinur þinn hefur áhuga á atburði sem er nálægur. Þessi skilaboð eru frá appinu sjálfu en ekki frá vini þínum. Hann veit reyndar ekkert um að þú fáir þessi boð. Þar sem við erum félags­ verur og vinur okkar er að gera eitthvað er það notað til að lokka okkur inn á Facebook. Tilkynningar birtast tilviljanakennt og hvenær sem er. Ávani verður einnig til vegna þeirrar þarfar að taka upp símann til að athuga hvort eitthvað sé nýtt, einhverjum hafi líkað Instagram­mynd sem þú settir inn eða nýr póstur eða læk hafi komið á Facebook. Kæmu allar tilkynningarnar einu sinni á dag í bunka væri það ekki eins ávanabindandi. Öll þessi brögð virðast virka eins og sést þegar fylgst er með snjallsímanotkun. Hönnuðir iPhone­, iOS­ og Android stýrikerfanna hafa náð miklum árangri og hið sama gildir um app­framleiðendur. Um leið og fólk þarf að bíða er síminn tekinn upp, hvort sem það er á biðstofu hjá lækni, í röð í verslun eða í bíl á rauðu ljósi. Fari fremsti bíll ekki þegar af stað á grænu ljósi er bílstjórinn líklega í símanum að lesa Facebook, skoða Instagram eða leysa Sudoku. Í könnun, sem gerð var á ferðum þriggja milljóna bandarískra bílstjóra í þrjá mánuði, kom í ljós að í 570 milljón ferðum var síminn tekinn upp í 88% tilfella. Símanotkun var 3,5 mínútur af hverjum 60 sem eknar voru. Í könnun, sem fyrirtækið SMS Global gerði árið 2016, sofa 90 af hundraði fólks á aldrinum 18 til 29 ára með símann hjá sér. Þá skoða fjórir af hverjum fimm símann áður en 15 mínútur eru liðnar frá því að viðkomandi vaknar. Helmingur athugar jafnframt símann ef vaknað er upp um miðja nótt. Sumir framleiðendur farsíma virðast hafa fengið samviskubit vegna símafíknar fólks því að á Samsung­símum er mjög auðvelt að fylgjast með notkun og hve mikil hún er í hvaða appi. Sömuleiðis býður Apple upp á Screen Time til að gefa þér upplýsingar um hve miklum tíma þú eyðir í símanum. Af öllum þeim tegundum af öppum sem eru í snjallsímum er ein sem sker sig úr, samfélagsmiðlar. Samkvæmt könnun, sem fyrirtækið Manifest gerði árið 2018, eru samfélagsmiðlar notaðir 39% af tímanum en leikir og samskiptaöpp 10% hvort. Tvö fyrirtæki eru með átta af tíu vinsælustu öppunum, Google og Facebook. App þess síðarnefnda er í 81% af snjallsímum í heiminum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.