Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 37

Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 37
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 35 Þetta er kallað á máli hagfræðinnar Kóbra- áhrifin (e. The Cobra Effect). Í stuttu máli fjallar það um að stjórnvöld eru ekki alltaf búin að hugsa það til enda hvort og hvernig vandamálin sem þau ætla að takast á við munu leysast. Margar ákvarðanir stjórnvalda geta þannig haft þveröfug áhrif á það sem þeim var upphaflega ætlað. *** Við göngum nú inn í árið 2020, sem er síðasta ár 2. áratugar aldarinnar. Það eitt og sér er ekki merkilegt nema fyrir þær sakir að vissu­ lega eru áramót alltaf merkilegur áfangi og hver dagur sem við lifum er þess virði að þakka fyrir. En það sem er þó merkilegt er að líklega er áratugurinn sem nú er að líða undir lok, árin 2011­2020, besta tímabil í sögu mannkyns. Það er þó væntanlega ekki myndin sem við upplifum af lífinu daglega. Við höfum fylgst með átökum í Úkraínu, Sýr­ landi og annars staðar í Mið­Austurlöndum, nú upplifum við skrautlegar aðferðir forseta Bandaríkjanna og annarra stjórnmálaleiðtoga, við fáum fréttir af stanslausri efnahagskreppu í Evrópu og nú síðast er okkur sagt að jörðin líði undir lok á næstu 12­15 árum ef við bregðumst ekki við í umhverfismálum. Fjölnir skal viðurkenna að umfjöllun helstu fjölmiðla gefur ekki þá mynd að við búum á besta tíma mannkynssögunnar. *** Breski vísindarithöfundurinn Matt Ridley skrifaði nýlega áhugaverða grein í breska blaðið The Spectator. Þar rifjar Ridley upp að nú lifir aðeins 10% íbúa jarðarinna undir fátæktarmörkum og hefur sú tala aldrei verið minni. Ójöfnuður í heiminum hefur farið minnkandi, sem skýrist að hluta af því að hagkerfi Asíu og Afríku eru að vaxa hraðar en hagkerfi Evrópu og Norður­Ameríku, ungbarna dauði hefur farið hríðlækkandi út um allan heim, hungursneyð þekkist varla og hættulegir sjúkdómar borð við malaríu og hettusótt eru í algjörri hnignun. Ridley var lengi vísindaritstjóri tímaritsins The Economist og hefur verið pistlahöfundur hjá stóru bresku blöðunum í gegnum árin. Árið 2010 gaf hann út bókina Rational Optimist (sem kom út í íslenskri þýðingu undir heitinu Heimur batnandi fer). Í fyrrnefndri grein í Spectator segir Ridley frá því að allt frá því að hann gaf út bókina hefur hann fengið „hvað með…“ spurningar. Þeir neikvæðu þættir sem fjallað var um hér að ofan eru meðal þeirra spurninga. Með einföldum hætti má spyrja; hvernig getur þú sagt að heimurinn hafi aldrei verið betri þegar allt þetta á sér stað? Ridley svarar spurningunni sjálfur í grein sinni og segir; Slæmir hlutir gerast en heimurinn verður samt betri. *** Það eitt og sér skýrir ekki af hverju heimurinn verður betri, er mögulega einfalt svar við flókinni spurningu, en er þó rétt. Góðir hlutir eru sjaldnast fréttnæmir. Ef einhver tekur saman tölur um jákvæða þróun heimsins má viðkomandi hafa sig allan við til að koma þeim á framfæri í fjölmiðlum. Aftur á móti eru stríð, hungur og vandamál iðulega fréttnæm. *** Heimurinn er samt að verða betri. Í daglegu tali heyrum við mikið talað um neyslu­ samfélagið og neysluhyggju vestrænna þjóða. Við eigum of mikið af fötum sem við notum ekki, við kaupum of mikið af leik­ föngum fyrir börnin okkar, við keyrum of mikið, verjum of miklu fjármagni í afþreyingu sem við þurfum ekki og síðast en ekki síst þá sóum við of mikið af matvælum. Allt er þetta sjálfsagt rétt. Það að þetta skuli yfir höfuð vera rætt er ákveðið merki um framþróun. Á lélegri íslensku mætti segja að það sé mikið fyrsta- heims vandamál fólgið í því að hafa áhyggjur af því að maður eigi of mikið af einhverju. Sjálfsagt þurfum við ekki allan þennan munað, en við höfum samt efni á því. ***
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.