Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 15

Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 15
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 13 Aukin lífsgæði Samkeppnishæfni er nokkurs konar heims­ meistaramót þjóða í lífsgæðum. Þeim mun meiri sem samkeppnishæfnin er, þeim mun meiri verðmæti verða til og þar af leiðandi verður meira til skiptanna. Þannig aukast lífs­ gæði landsmanna. Landið verður eftir sóttara til búsetu og atvinnurekstrar. Samkeppnis­ hæfni er náskyld framleiðni sem stendur á fjórum meginstoðum sem eru menntun, efnislegir innviðir, nýsköpun og starfs umhverfi fyrirtækja. Menntun eða mann auður snýst um að iðnaður geti fengið starfsfólk með rétta hæfni til að takast á við þau verkefni sem þarf að leysa af hendi. Nýsköpun færir ekki eingöngu forskot í samkeppni heldur leysir hún samfélagslega mikilvægar áskoranir. Hvert og eitt ríki skapar fyrirtækjum starfs­ umhverfi með löggjöf sem getur verið hvetjandi til rekstrar eða íþyngjandi og hefur þannig bein áhrif á samkeppnishæfnina. Daglegt líf er óhugsandi án traustra innviða og er virði þeirra fyrir samfélagið mun meira en stofnkostnaður þeirra gefur til kynna. Afleiðingar mikils óveðurs í desember 2019 minna á þetta þegar rafmagnslaust var svo dögum skipti víða um land. Helstu útflutnings greinar reiða sig á innviði landsins, ferðamenn koma til landsins með flugi og aka um vegi landsins, sjávarafla er landað við hafnir landsins og honum svo ekið um vegi landsins og sendur út sjóleiðis eða með flugi og iðnaður reiðir sig á raforku. Þá er hið opinbera umsvifamikið í heilbrigðis­ og menntamálum og rekur fjölmargar fasteignir svo þeim sé kleift að sinna þeim verkefnum. Það er því mikið í húfi að innviðir séu traustir. Brýn þörf á uppbyggingu innviða Uppsöfnuð viðhaldsþörf á innviðum sem eru á ábyrgð hins opinbera nemur 382 milljörðum króna samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem kom út haustið 2017. Enginn þáttur innviða var talinn geta fullkomlega sinnt sínu hlutverki og heilt yfir var ástandseinkunn innviða landsins 3 af 5 sem þýðir að staða innviðanna er að meðaltali viðunandi en ekki góð. Einkunnin gefur til kynna að búast megi við umtalsverðu viðhaldi til þess að halda uppi starfsemi þessara þátta innviða og að nauðsynlegt sé að fjárfesta í þeim svo þeir geti almennilega sinnt hlutverki sínu. Þar kom einnig fram að miðað við þáverandi áætlanir um fjárfestingar yrði staðan ekki betri að tíu árum liðnum. Mun meira þyrfti til. OECD tók undir þetta í nýlegri greiningu sinni á íslensku efnahagslífi og sagði innviði landsins komna að þolmörkum. Skuld framtíðar Öllum er ljóst að innviðir landsins hafa verið vanræktir um margra ára skeið. Það er freistandi fyrir stjórnvöld að draga úr fjárfestingum og forgangsraða fjármunum í rekstur þegar illa árar og þannig var með réttu eða röngu forgangsraðað í ríkisrekstrinum hér á landi eftir alþjóðlega fjármálaáfallið 2008. Framlög til vegamála voru í sögulegu lágmarki þessi ár og eru raunar enn sem hlutfall af lands­ framleiðslu. Reglulega berast fréttir af bágu ástandi fasteigna hins opinbera. Rífa þurfti skólabyggingu í Kópavogi og loka þurfti skóla í Fossvogi vegna myglu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.