Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 28
26 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019
Ventill á hagkerfinu
Halldór Benjamín segir að staðan væri önnur
ef aðeins væri búið að semja við þriðjung
markaðarins.
„En nú eigum við bara 3% eftir og þá vegur
trúverðugleiki okkar málflutnings þungt og
eykst einungis eftir því sem við fáum fleiri til
þess að fylgja markaðri launastefnu,“ segir
Halldór Benjamín.
„Þetta er ekki bara launastefna SA, þetta er
launastefna atvinnurekenda og launafólks –
fólksins í landinu. Við verðum að virða það.
Trúnaður SA er ekki bara við atvinnurekendur
heldur við fólkið í landinu. Þegar SA gera
kjarasamning við stóran hóp fólks felast í því
fyrirheit um að samið verði á þeim grunni
við alla aðra. Ef við horfum aftur í tímann
sjáum við að íslenskur vinnumarkaður hefur
einkennst af hinu margþekkta höfrunga hlaupi.
Stéttir A til Æ semja en svo kemur Ö og
semur um aðeins meira. Þá þarf að leið rétta
allar hinar og svona gengur þetta endalaust
fyrir sig. Á því höfrungahlaupi tapa allir og
þeir mest sem minnst hafa á milli handa.“
Þá segir Halldór Benjamín að of snemmt sé
að fagna sigri, en hann sé þó sannfærður um
að Lífskjarasamningarnir muni skila bættum
hag fyrir alla landsmenn.
„Mín trú er að þegar atvinnurekendur og
launafólk líta til baka eftir þrjú ár og meta
hvort þetta hafi verið gott eða vont, þá hafi
kaupmáttur aukist á tímabilinu – jafnvel þótt
launahækkanir hafi verið hóflegar og rúmast
innan getu hagkerfisins,“ segir Halldór
Benjamín.
„Á sama tíma og við gerum ráð fyrir auknum
kaupmætti mun verðbólga yfir samnings
tímann vera afar hófleg, sennilega undir
verðbólgumarkmiði, og vextir lægri en í
20 ár. Á endanum er þessi samsetta leið
launabreytinga, vaxtalækkana og ívilnandi
aðgerða stjórnvalda öflug aðgerð til að bæta
lífskjör landsmanna.“
Halldór segir að launahækkanir Lífskjara
samningsins geri ráð fyrir hækkun mánaðar
launa um 17 þúsund krónur á fyrsta ári
– samtals um 90 þúsund krónur fyrir fólk á
lægstu töxtunum á samningstímanum til
ársloka 2022. Einnig munu lægri vextir bæta
hag heimilanna verulega. Frá undirritun
samninganna hefur Seðlabanki Íslands
lækkað stýrivexti um 1,5 prósentustig, niður
í 3,0%.
„Flest heimili landsins skulda húsnæðislán og
við hvetjum sem flesta til að endurfjármagna
þau til þess að fá lægri vexti. Breytingar sem
hægt er að ná fram þar eru margfaldar á við
þær launahækkanir sem Lífskjarasamningur
inn skilar í krónum talið og eru raunveruleg
lífskjarabót,“ segir Halldór Benjamín.
„Þess vegna var lagt upp með samsetta lausn
og það tókst. Gamla nálgunin miðaði alltaf að
því að ná sem mestri launahækkun og þá var
horft fram hjá öðrum afleiðingum til skemmri
tíma. Afleiðingum sem höfðu afleit áhrif á
hag heimilanna í kjölfar aukinnar verðbólgu
sem ýmist jók skuldir heimilanna eða
hækkaði óverðtryggða vexti og skerti beint
ráðstöfunartekjur heimilanna. Matið sem
fer fram við eldhúsborðið á öllum heimilum
landsins hlýtur að felast í því að vega og
meta bæði launahækkanir og fjölda annarra
þátta. Mér finnst einboðið að við þróum
þessa nálgun áfram með verkalýðs
hreyfingunni og sér í lagi er hagvaxtaraukinn
sem kveðið er á um í Lífskjarasamningnum
mikilvægur. Hann byggist einfaldlega á því
að við skiptum gæðum samfélagsins ef vel
gengur. Ef hagvöxtur á mann eykst, þ.e. ef
verðmætasköpun eykst í hagkerfinu, þá skilar
það sér inn í kjarasamninginn sem viðbótar
launahækkun. Það er bæði skynsamlegt og
sanngjarnt. Þetta er markmiðið með Lífskjara
samningnum og er til þess fallið að styrkja
sáttina í samfélaginu.“