Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 70

Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 70
68 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 Sú staðreynd að um hana sé deilt er hins vegar einfaldlega staðfesting á því að vísindin felast í því að ólíkar hugmyndir og ólík viðhorf takast á. Það er heilbrigt en ekki hættu legt eins og Andri Snær virðist halda fram. Lausnirnar Ekki er ástæða til að eyða löngu máli í þær leiðir sem höfundur varpar fram, vanda­ málum þeim sem bókin er helguð til lausnar. Vandinn er sá að þær eru fáar. Þó glittir í hugmyndir: „Ef raforkuþörf Bandaríkjanna væri mætt með sólarorku þyrfi um 10.000 km2 svæði, sem er álíka stórt og Vatnajökull. Þök í Ameríku þekja um 5000 km2 á meðan bíla­ stæði þekja um 60.000 km2.“ (s. 303). Svo virðist sem þarna sé komin lausn fyrir Bandaríkin, sem eyða meiri orku á hvern íbúa en nokkur önnur þjóð í heiminum. En því er hins vegar algjörlega ósvarað hvernig mögulegt sé að útfæra hugmyndina. Algjörlega er skautað fram hjá því hvaða umhverfis áhrif það myndi hafa ef smíða ætti búnað upp á 10.000 ferkílómetra til að fanga sólarorku í Bandaríkjunum. Varla heldur höfundur að það yrði gert án námugraftar og uppbyggingar stórra verksmiðja sem þyrftu margfalt meiri raforku en Kárahnjúkar framleiða. En það eru ekki endilega delluhugmyndir eins og sú sem hér að ofan er nefnd sem stinga mest í stúf. Það er miklu frekar það að raunhæfar hugmyndir sem verið er að vinna að fá lítið sem ekkert rými í bókinni. Það á m.a. við um leiðir til að binda koltvísýring í jarðlögum ­ en þar hafa Íslendingar unnið brautryðjendastarf. En einnig mætti nefna önnur stórmerkileg verkefni. Þar á meðal er TerraPower­verkefnið sem Bill Gates hefur unnið að um langt árabil með merkum vísinda mönnum ­ sumum sem í dag halda á fleiri einkaleyfum en sjálfur Thomas Alva Edi­ son gerði á sínum tíma. Þeir stefna að því að byggja örugg kjarnorkuver þar sem öryggis­ kröfur og orkuvinnslan yrði á allt öðru stigi en þau kjarnorkuver sem í dag eru rekin víða um heim. Auk þess yrði kjarnorku úrgangur, sem nú staflast upp af öðrum ástæðum, nýttur til þess að mæta orkuþörf heimsins með þessari tækni. Það er undirrituðum í raun óskiljanlegt af hverju þessara verkefna er ekki getið í bók af því tagi sem Um tímann og vatnið er. Kann að vera að það sé vegna þess að þau falli ekki að markmiðum málflutningsins? Kann að vera að sumar hugmyndir falli ekki að því sem söfnuðurinn vill heyra? Einhver kynni að spyrja þeirrar spurningar ­ bara að það mætti. Höfundur er blaðamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.