Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 25

Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 25
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 23 Halldór Benjamín tók við starfi framkvæmda­ stjóra Samtaka atvinnulífsins (SA) í byrjun árs 2017. Þau þrjú ár sem liðin eru hafa meira og minna einkennst af kjaraviðræðum, sem enn er ólokið þótt búið sé að semja við meginþorra launamanna. Þegar Halldór Benjamín tók við sem framkvæmdastjóri SA var Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ, Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR og Sigurður Bessason formaður Eflingar. Síðan þá hafa orðið miklar breytingar; Drífa Snædal er forseti ASÍ, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Eftir langt ferli og skæruverkföll var stórum áfanga náð í byrjun apríl sl. þegar Lífskjara­ samningurinn var kynntur seint að kvöldi í Ráðherrabústaðnum. „Sá grunnur sem þar var lagður nær til 97% launamanna á almennum vinnumarkaði. Nær allir sem heyra undir almenna kjarasamninga fá kjarabætur Lífskjarasamningsins og hafa samþykkt hann með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslum. Þarna náðist mikil sátt á milli atvinnurekenda og stéttarfélaga; tíminn mun leiða í ljós hversu farsæl lausnin verður en ég er vongóður,“ segir Halldór Benjamín. Vert er að taka fram að 98% atvinnurekenda og 80% launafólks hafa samþykkt samninginn í atkvæðagreiðslu og gildir hann út árið 2022. „Ég tel að þetta sé mjög góður samningur, bæði fyrir atvinnurekendur og launafólk,“ segir Halldór Benjamín. „Eftir standa um það bil 3% launafólks á almennum vinnumarkaði. Það mun taka lengri tíma að ljúka þeim samningum en við hin 97%. Það eitt og sér er umhugsunarefni. Um þessar mundir eru SA meðal annars í viðræðum við Blaðamannafélagið, flug­ umferðarstjóra og aðrar flugstéttir. Síðan eru orkufyrirtækin og álverin eftir ásamt ýmsum öðrum vinnustaðasamningum.“ Stéttarfélögin verði færri og stærri Halldór Benjamín segir að kjaraviðræður síðustu ára hafi fengið mikla athygli en það gleymist oft hversu marga kjarasamninga þarf að gera hér á landi. Þeir skipti hundruðum. „Það halda margir að SA þurfi eingöngu að gera 5­10 kjarasamninga og mestu athyglina fá samningarnir við stór stéttarfélög á borð við VR, Eflingu og félög iðnaðarmanna,“ segir Halldór Benjamín. „Minnsti kjarasamningurinn sem SA gerir er við einn starfsmann og næstminnsti er fyrir tvo starfsmenn. Það sér hver maður að þetta er fráleitt fyrirkomulag. SA hafa í þessari lotu gert 80 kjarasamninga og um 60 er ólokið. Samt eru 97% launamanna afgreidd. Þá er ótalinn allur opinberi markaðurinn. Íslenskur vinnumarkaður, þ.e.a.s. samskipti verkalýðs­ félaga og atvinnurekenda, sker sig mikið úr borið saman við aðrar Norðurlandaþjóðir. Þar eru verkalýðsfélögin færri og stærri og kjara­ samningar gerðir á grundvelli atvinnugreina, en ekki starfsgreina og landsvæða eins og hér á landi. Þetta er að mínu mati mikill ókostur, bæði fyrir atvinnurekendur, sem þurfa að semja við mjög smá verkalýðsfélög víða um land, og ekki síður fyrir launafólk. Stéttarfélag, sem er aðeins með tugi eða hundruð félagsmanna, er í eðli sínu veikburða og hag þeirra launamanna væri betur borgið að vera hluti af stærri skipulagsheild.“ Halldór Benjamín segir að í áranna rás hafi átt sér stað samtal við verkalýðshreyfinguna um að breyta þessari uppsetningu og einfalda, en það hafi ekki skilað nægum árangri. „Margir skilja rökin en það er lítill vilji til þess að hrinda breytingum í framkvæmd. Þetta hefur þó gengið vel þegar kemur að lífeyris­ sjóðunum og okkur hefur tekist að fækka þeim verulega. Nú eru sjö lífeyrisssjóðir sem heyra undir samningssvið SA og ASÍ og þeim þyrfti að fækka frekar með sameiningum,“ segir Halldór Benjamín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.