Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 56
54 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019
Það er ekki eingöngu skattaumhverfið
sem grefur undan samkeppnishæfni
fjármála geirans. Þannig eru gerðar mun
hærri eiginfjárkröfur á íslenska banka en í
nágranna löndunum. Kröfur um eiginfjárauka
eru með hæsta móti hér á landi auk þess
sem viðbótareiginfjárkröfur eru hærri hér en
annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu.
Þetta er raunin þrátt fyrir að íslenskir bankar
beiti ekki innri módelum við að meta áhættu
vogir líkt og flestir stærri bankar í Evrópu
og notist við varfærnari staðalaðferð. Þetta
gerir að verkum að vogunarhlutfall íslenskra
banka er að jafnaði þrefalt hærra en gengur
og gerist meðal evrópskra banka. Undanfarin
ár hefur það verið frá 1520% hjá íslensku
bönkunum en er að meðaltali ríflega 5% hjá
evrópskum bönkum.
Fjármálafyrirtæki og vátryggingafélög gegna
grundvallarhlutverki í efnahagslífinu. Hlutverk
þessara fyrirtækja er að umbreyta sparnaði í
fjárfestingu, dreifa áhættu og tryggja skilvirka
miðlun fjármagns. Það er mikilvægt að átta
sig á kostnaðinum sem fylgir þessum
séríslensku útfærslum og gera sér grein fyrir
að þær leiða til hærri fjármagnskostnaðar
sem dregur úr samkeppnishæfni atvinnulífsins
og bitnar á hagvexti. Það er því afar brýnt
að fram fari upplýst umræða um hvaða rök
liggi að baki því að skapa séríslenskt rekstrar
umhverfi fyrir íslensk fjármálafyrirtæki og
hver fórnarkostnaðurinn af því er.
Vátrygginga félögin lifa einnig og hrærast
í þessu erfiða umhverfi sem tekur lítið tillit
til smæðar fyrirtækjanna. Sjónarmiðin, sem
þarna togast á, eru annars vegar varúðar
kröfur og neytendavernd og hins vegar
starfsumhverfi sem styður við hagvöxt í
landinu. Við þurfum ávallt að spyrja okkur
þeirrar spurningar hvar þessi jafnvægis
punktur eigi að liggja. Um þessar mundir
liggur hann töluvert frá því sem gerist í
nágrannalöndunum og á, ásamt hærri
stýrivöxtum, stóran þátt í að skýra hærra
vaxtastig hérlendis. Þessi umræða snýst
öðrum þræði um alþjóðlega samkeppnis
hæfni Íslands.
Þróunin fram undan
Það eru miklar breytingar að eiga sér stað á
fjármálamörkuðum. Fjártæknibyltingin er að
umbreyta fjármálaþjónustu. Aðildarfélög SFF
hafa verið í fararbroddi í þeirri byltingu. Nú
geta viðskiptavinir sinnt nánast öllum sam
skiptum sínum við fjármála og vátrygginga
félög með stafrænum hætti. Gildir þá einu
hvort um er að ræða endurnýjun trygginga,
umsókn um lánafyrirgreiðslu og allt þar á
milli. Þessi þróun hefur verið hröð og byggist
hún meðal annars á vel heppnaðri innleiðingu
rafrænna skilríkja sem SFF stóðu að ásamt
stjórnvöldum. Kosturinn við rafrænu skilríkin
er að þau gefa færi á rafrænni undirskrift sem
jafngildir því að pappírsgögn séu undirrituð
eigin hendi. Þau eru meðal annars forsenda
þess að innan skamms verður hægt að
þinglýsa skjölum með rafrænum hætti sem
á eftir skila miklum sparnaði og hagræði fyrir
neytendur og auka réttarvernd. Mikilvægt
að samhliða verði umgjörð annarra rafrænna
fjármálagerninga færð til nútímans. Þar má
m.a. nefna reglur um beina aðför á grundvelli
rafrænt skráðra skuldagerninga.
Fjöldi skráðra einkahlutafélaga hér á landi er
tæplega 40.000. En vegna þess að þau félög
eru í lagalegum skilningi lausafé og veðtaka
í hlutafé þeirra er erfiðleikum bundin sem
og fullnusta, þá eru bankar tregir til að gefa
því hlutafé trygginga virði. Slíkt gerir minni
félögum erfiðara um vik að fjármagna sig
og þar með vaxa. Löggjafinn ætti að opna á
þann möguleika að einkahlutafélög gæfu út
rafrænt skráð hlutafé og þau rafbréf hefðu
sömu eiginleika hvað varðar fullnustu og
vernd veðréttinda og rafrænt skráð hlutafé
hlutafélaga.
Fjártæknin mun skapa fjölmörg tækifæri
til að gera fjármálaþjónustu skilvirkari –
neytendum til hagsbóta. Þess vegna er mikil
vægt að stjórnvöld hafi skýra stefnu í þessum
efnum. Brýnt er að umgjörð þessarar þróunar
sé með þeim hætti að tryggt sé að viðskipta
vinir fjármálafyrirtækja njóti góðs af og að
hún fullnýti þá hagræðingu sem er innan
seilingar.