Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 76

Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 76
74 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 Magnús Lyngdal Magnússon Beethoven og Fidelio Klassísk tónlist Þýska tónskáldið Ludwig van Beethoven fæddist í Bonn árið 1770 en við vitum ekki nákvæmlega hvenær. Af lestri kirkjubóka má sjá að hann var skírður 17. desember það ár og samkvæmt hefð voru börn á þessu land­ svæði borin til skírnar degi eftir fæðingu. Þetta (auk nokkurra fleiri atriða) hefur orðið til þess að flestir fræðimenn hafa sammælst um að Beethoven hafi fæðst hinn 16. desember 1770. Það þýðir að í desember árið 2020 eru liðin 250 ár frá fæðingu tónskáldsins. Búast má við að þeim tímamótum verði fagnað víða um heim, til að mynda með fyrirlestrum, tónleikum og upptökum. Engum blöðum er um það að fletta að Beethoven er í hópi frægustu tónskálda veraldar. Það kom í hans hlut að brúa bilið milli klassíska tímabilsins í tónlistarsögunni og þess rómantíska og hann hafði gríðarleg áhrif á sporgöngumenn sína. Fyrsta sinfónían sem hann samdi er til að mynda háklassísk en við erum strax farin að heyra áður óþekktar ómstríður í 3. sinfóníunni. Frægustu verk hans eru hverju mannsbarni kunn og nægir þar að nefna upphafsstefið úr 5. sinfóníunni, Für Elise og aðalstefið úr 4. kafla 9. sinfóníunnar, Óðnum til gleðinnar. Þá má einnig tilgreina Allegretto (2. kaflann) úr 7. sinfóníunni. Brot úr þessum verkum geta allir raulað, hvort sem þeir hafa áhuga á klassískri tónlist eða ekki. Beethoven samdi fjölda verka. Hér má tína til níu sinfóníur, fimm píanókonserta, fiðlu­ konsert, 32 píanósónötur, 16 strengjakvartetta, óperu og tvær messur svo eitthvað sé nefnt. Tónskáldaferli hans er jafnan skipt í þrjú tímabil og nær hið fyrsta fram til ársins 1802, miðtímabilið frá 1802­12 og hið síðasta frá 1812 og uns Beethoven lést í mars 1827. Ludwig van Beethoven fæddist 1770 og lést 1827.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.