Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 31

Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 31
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 29 Það er mjög eðlilegt að þeir sem áforma háskólanám hafi upplýsingar um það hvort væntanlegt nám þeirra muni bæta stöðu þeirra á vinnumarkaðnum. Ég held því ekki fram að allir skuli hugsa þannig, sumir vilja læra það sem þeir hafa áhuga á eða ástríðu fyrir, en það væri hjálplegt ef ungt fólk hefði aðgang að slíkum upplýsingum. Þetta er gert í öðrum ríkjum og ætti að vera hægt hér. Vilji til að framkvæma er allt sem þarf.“ Með fjórðu iðnbyltingunni verða til ný störf en önnur hverfa. Hvernig takast menn á við það? „Ef við skoðum spár manna í fortíð um framtíðina, jafnvel þótt við færum 200 ár aftur í tímann, þá er alltaf ein leynibreyta sem menn virðast ætíð gleyma; tækniþróun. Því var spáð á sínum tíma að hungursneyð myndi herja á heiminn um miðja öldina, svo dæmi sé tekið, af því að matvælafram­ leiðsla gæti ekki staðið undir væntanlegri fólksfjölgun. Þar yfirsást mönnum að horfa til tækniframfara, því tæknin leysti þetta eins og svo mörg önnur vandamál, og þetta er viðvarandi vanmat í gegnum mannkyns­ söguna,“ segir Halldór Benjamín. „Ég hef ákveðinn vara á mér þegar einhver kemur með ákveðnar spár um framtíðina, því við einfaldlega vitum ekki hvernig hlutir munu æxlast. En við vitum, og getum tekið á því, að þeirri tíð er lokið þar sem einstaklingur er í sama starfi alla starfsævina. Fólk mun skipta örar um starfsvettvang en áður. Við vitum að það er hægt að bregðast við til að auðvelda þessa þróun. Atvinnurekendur hafa, með nokkurri einföldun, tvo valkosti. Einhverjir geta litið þannig á að þetta sé ekki þeirra vandamál og fólk geti fundið sér aðra vinnu. Það er uppskrift að samfélagslegum óstöðugleika. Sum störf hverfa og önnur verða til. Vandinn er að fólkið sem sinnir störfunum sem eru að hverfa hefur ekki endilega færni til að sinna nýjum störfum. Þetta fólk hefur lokið sinni skólagöngu og er enginn greiði gerður með því að senda það aftur í formlega skólakerfið. Þarna mun fram­ haldsfræðsla og vinnustaðanám skipta öllu máli. Ábyrgir atvinnurekendur geta tekið þátt í þessari þróun, til dæmis með því að þjálfa starfsmenn til þess að þeir geti sinnt öðrum störfum eða fundið sér annan starfsvettvang. Þetta er þróun sem SA tala fyrir. Það er hagur atvinnurekenda að fólk sé þátttakendur í atvinnulífinu og markaðshagkerfinu. Við erum því miður að missa of marga út af vinnu markaði. Þetta verður því verkefni bæði verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda á næstu árum.“ „Atvinnulífið, menntakerfið og stjórnvöld hafa að mörgu leyti brugðist ungu fólki með því að halda ekki upplýsingum að þeim um hvar eftirspurnin í atvinnulífinu verður í framtíðinni. Það er mjög eðlilegt að þeir sem áforma háskólanám hafi upplýsingar um það hvort væntanlegt nám þeirra muni bæta stöðu þeirra á vinnumarkaðnum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.