Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 61
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 59
Á venjulegum degi vaknaði Churchill um
klukkan átta, kveikti sér í vindli, fékk sér viskí
og las blöðin. Þessi rútína hans tók um tvo
tíma og eiginkona hans, Clementine, lét hann
hafa sérstakan vindlasmekk til að forða því að
fá ösku á náttfötin og sængurfötin. Það eru
mörg dæmi þess að hann hafi eyðilagt jakka
föt og gólfteppi vegna vindlareykinga.
En allt byrjaði þetta einhvers staðar og
einhvern tímann. Árið 1895, þegar Churchill
var um tvítugt og genginn í breska herinn,
var hann sendur til Kúbu til að fylgjast með
sjálfstæðisstríðinu þar í landi. Þar og þá
kviknaði áhugi hans á vindlum. Hann hafði
þó nokkrum árum áður, þá aðeins 15 ára,
byrjað að reykja sígarettur en lét fljótt af
þeim slæma vana.
Á Kúbu kynntist hann tveimur vindlategundum
sem áttu eftir að fylgja honum alla ævi;
Romeo y Julieta og La Aroma de Cuba. Báðir
þessir framleiðendur hafa á síðari árum gert
út á notkun Churchills á vörum þeirra, eðlilega.
Þegar Churchill kom til Kúbu hafði Romeo
y Julieta starfað í tæp 20 ár. Vöru merkið
varð þekkt í Evrópu nokkrum árum eftir að
Churchill byrjaði að reykja vindlana frá þeim.
Það var þó ekki hann sem gerði þá fræga
heldur sá sem keypti fyrirtækið nokkru síðar,
Jose Rodriguez Fernandez. Hann fór í mikla
söluferð um Evrópu og bauð viðskipta vinum
sínum upp á sérhönnuð bönd utan um vindl
ana. Fyrirtækið átti þó síðar eftir að nefna
eina af tegundum sínum Julieta no. 2, eftir
Churchill. Það gerðist þegar hann heimsótti
Kúbu aftur árið 1946. Eftir byltinguna á Kúbu,
þar sem tóbaksfyrirtækin voru þjóðnýtt, flutti
fyrirtækið til Dóminíska lýðveldisins og selur
þaðan vörur sínar inn á Bandaríkjamarkað.
Churchill lifði stormasömu lífi, bæði í
einkalífinu og á vettvangi stjórnmálanna, en
stóð í þeirri staðföstu trú að vindillinn veitti
honum ró og frið á erfiðum stundum. Það
er meðal annars af þeirri ástæðu sem hann
lét hanna sérstaka gasgrímu fyrir sig meðan
á seinni heimsstyrjöldinni stóð, grímu sem
hann gat reykt vindil í gegnum.
Churchill reykti þennan La Corona-vindil (frá Kúbu) í
ferð sinni til Parísar árið 1947. Churchill hafði flogið til
Parísar og flugstjóri vélarinnar, William Alan Turnar,
geymdi vindilinn í mörg ár á eftir. Eins og sést á
myndinni er vindillinn sérmerktur Churchill. Árið 2017
var vindillinn seldur á uppboði fyrir 9.000 sterling-
spund.
The Romeo Y Julieta Churchill no. 2 er sjö tommu vindill
(178 mm) sem framleiddur er í Dóminíska lýðveldinu. Hann
er bragðmikill en flokkast þó sem meðalsterkur vindill.
Þvermál vindilsins er 18,7 mm.