Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 43
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 41
og bættust þeir þar við þá talsverðu flóru
innflytjenda frá ríkjum utan Evrópu sem þar
var fyrir. Raunar er um að ræða eina mestu
fólksflutninga sem átt hafa sér stað á friðar
tímum í sögunni. Hlutfall íbúa VesturEvrópu
ríkjanna, sem fæddir eru erlendis, hefur því
farið mjög vaxandi á undanförnum tveimur
áratugum. Hefur þessi þróun valdið pressu
á ýmsa opinbera þjónustu í ríkjum Vestur
Evrópu, sem þegar er víða undirfjármögnuð
vegna viðvarandi efnahagslægðar. Á sama
tíma hefur íbúum í ýmsum ríkjum í austan
verðri álfunni fækkað mikið og sum svæði
nánast tæmst af ungu fólki. Ofan á þessa
þróun hafa svo bæst örar tæknibreytingar,
sem stundum virðast benda í átt til eins
konar „Ubervæðingar“ hagkerfisins, þar
sem hefðbundin störf hverfa og allir verða
í staðinn sjálfstæðir verktakar án nokkurra
þeirra réttinda og verndar sem launþegar
fyrri tíma gátu reitt sig á.
Efnahagskreppan hefur einnig afhjúpað það
ójafnvægi sem ríkir í stofnanauppbyggingu
sambandsins: fjármögnun almannatrygginga
og annarrar opinberrar þjónustu hvílir að
fullu á þjóðríkinu, sem á víða í erfiðleikum
með að sinna því hlutverki vegna þeirra
takmarkana sem bæði innri markaðurinn
og ekki síst myntbandalagið hafa búið því.
Sameiginlegur markaður án lágmarks
samræmingar á skattkerfum hefur gert
aðildarríkjum erfiðara fyrir að skattleggja
atvinnustarfsemi. Sum aðildarríki hafa gert
sérsamninga við alþjóðleg stórfyrirtæki, sem
gert hefur þeim kleift að minnka skattbyrði
sína, sem kemur þeim ríkjum sem reka
umfangsmestu velferðarríkin illa. Með
tilkomu evrunnar er allri aðlögun nú líka velt
á veikgengislöndin og í þetta sinn ekki með
gengisfellingu, sem ekki er lengur möguleg,
heldur með hægri verðhjöðnun og óþarflega
miklu atvinnuleysi. Þá hefur sú menningar
breyting, sem einhverjir töldu að yrði í
veikgengisríkjunum með upptöku evrunnar,
ekki átt sér stað.
Stofnanauppbygging sambandsins hefur
þannig bæði aukið á vandann og gert ríkjum
erfiðara fyrir að bregðast við honum. Fræði
lega séð geta þeir sem missa atvinnuna í
heimalandinu auðvitað leitað sér að atvinnu
annars staðar í sambandinu; sá er helsti kostur
„bræðslupottsins“. Vandinn er hins vegar sá,
að evrópskur bræðslupottur getur, eins og
augljóst er, ekki virkað á sama hátt og hann
gerir í Bandaríkjunum því þjóðríki Evrópu
eru allt annars eðlis en ríki Bandaríkjanna;
þau hvíla á gömlum merg, hafa eigin sögu,
menningu og tungumál. Margir geta ekki
flutt til annars Evrópulands því þeir tala ekki
annað tungumál en sitt eigið; aðrir vilja það
einfaldlega ekki: þeir geta ekki hugsað sér
annað en að búa í eigin landi, í því umhverfi
sem þeir þekkja og sem gæðir líf þeirra
merkingu. Af þessu leiðir að stofnana
uppbygging evrópskrar samvinnu hlýtur að
þurfa að vera með þeim hætti að hún hlúi að
þjóðríkinu.
Afleiðingin er stóraukinn stuðningur við
ýmsar stjórnmálahreyfingar sem hlotið hafa
viðurnefnið „popúlískar“. Ekki er þó ástæða til
að gera lítið úr þessum hreyfingum. Efnahags
legum þrengingum fylgir skiljanlegt ákall til
hins opinbera um að koma þegnunum til
verndar. En efnahagskreppan og ískaldur agi
evrunnar hafa líka leitt kjósendum fyrir sjónir
vanmátt þjóðríkisins og úrræðaleysi Evrópu. Í
stað sambands sem veitir þjóðríkjunum skjól
í harðnandi alþjóðlegri samkeppni um efna
hagsleg gæði, eins og Mitterrand Frakklands
forseti hélt fram að hún ætti að vera fyrir
þjóðaratkvæðagreiðsluna um Maastricht
samninginn, sem fór fram í Frakklandi árið
1992, er ESB í raun bara minni útgáfa af
hnattvæðingarfyrirbærinu. Þversögnin í öllu
þessu er svo sú að það var hin pólitíska miðja
sem stóð að þessum róttæku breytingum og
það hefur komið í hennar hlut að verja þær
afleiðingar, sem af hafa hlotist. Hafandi ýtt
bátnum úr vör virðist engin leið til annars en
að róa hraðar í sömu átt. Flótti kjósenda af
miðjunni er að hluta til viðleitni til að endur
heimta þjóðríkið úr viðjum alþjóðahyggjunnar.