Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 58

Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 58
56 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 Peningaþvætti – grár listi SFF hafa lengi bent stjórnvöldum á mikilvægi þess að sinna vörnum gegn peningaþvætti þannig að ríkið standi við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem það hefur gengist undir í þessum efnum. Því voru það mikil vonbrigði þegar Financial Action Task Force (FATF) setti Ísland á lista yfir þau lönd sem þurfa að bæta sig þegar kemur að baráttunni gegn peninga þvætti. Mikil samstaða ríkir meðal vestrænna ríkja um nauðsyn samstarfs og samþættingar þegar kemur að baráttunni gegn peninga þvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þetta á sér stað í samstarfi ríkja og svo nánari samvinnu fyrirtækja sem starfa þvert á landa mæri líkt og fjármálafyrirtæki gera. Það er nauðsynlegt að allir – hið opinbera og einkageirinn – leggi sín lóð á vogarskálarnar þegar kemur að þessum málum. Við treystum á að önnur ríki standi við sitt þegar kemur að vörnum gegn peningaþvætti og þau eiga að geta treyst á okkur. Fjármálalæsi Samtök fjármálafyrirtækja leggja mikla áherslu á fjármálafræðslu í störfum sínum. Byggir það starf á verkefninu Fjármálavit annars vegar og vottun fjármálaráðgjafa og vátryggingaráðgjafa hins vegar. Frá því SFF höfðu frumkvæði að verkefninu Fjármálaviti haustið 2014 hafa mörg þúsund nemendur 10. bekkjar hringinn í kringum landið fræðst um sparnað og skynsemi og ráðadeild í fjármálum. Á annað hundrað starfsmanna aðildarfélaga SFF hafa tekið að sér að heimsækja skólanna og leysa verkefni Fjármálavits með öllum þessum fjölda nemenda. Þetta er sérstaklega mikilvægt verkefni sem SFF og aðildarfélögin geta verið stolt af. Vottun fjármálaráðgjafa og vátrygginga ráðgjafa er mikilvægt verkefni til að mæta kröfum viðskiptavina fjármálafyrirtækja um faglega ráðgjöf á fjármálamarkaði. Um þessar mundir er verið að útskrifa nemendur úr fyrrnefnda náminu í sjöunda sinn og hafa alls um 300 starfsmenn í einstaklings ráðgjöf hlotið slíka vottun eða nánast allir þeir sem starfa í framlínunni í einstaklingsþjónustu bankanna. Vottun vátryggingaráðgjafa á sér styttri sögu en allt bendir til þess að reynslan af því námi verði jafn góð og af vottun fjármálaráðgjafa. Lækkun skatta Veigamikil skref hafa verið stigin í átt að því að auka viðnámsþrótt fjármálakerfisins undanfarin áratug. Eigi að síður er mikilvægt að hafa í huga að fjármálageirinn er síkvikur – og það þarf hann líka að vera til að geta sinnt efnahagslífinu og framþróun þess. Það er tímabært að ræða um hvaða áhrif allar þær álögur sem hafa verið settar á fjármálageirann hafa á efnahagslífið í heild. Við verðum að hafa í huga að þó svo að Basel­reglunum yrði fylgt í ystu æsar hér á landi væri núverandi eiginfjárbinding bankanna ríflega yfir þeim viðmiðum. Ísland er meðal þróuðustu hagkerfa heims. Eftir áföllin sem dundu yfir fyrir áratug höfum við snúið vörn í sókn: Skuldahlutfall ríkissjóðs er lágt miðað við aðrar þjóðir – það sama á við skuldastöðu heimila og fyrirtækja. Í ljósi þessa þurfum við að velta fyrir okkur hvað rök eru fyrir því að íslenskir bankar og spari­ sjóðir leggi meira til hliðar en til að mynda sænskir bankar eða þýskir þegar þeir veitir einstaklingum lán til fasteignakaupa eða til þess fjárfesta í uppbygginu fyrirtækis. Að sama skapi verður að svara þeirri spurningu af hverju stjórnvöld telja nauðsyn­ legt að leggja skatta og álögur á íslenska fjármálastarfsemi sem eru fáheyrðar í Evrópu og hvaða afleiðingar það mun hafa á getu fjármálageirans til þess að stuðla að vexti og viðgangi íslensks efnahagslífs til frambúðar. Ávarp flutt á SFF-deginum í Hörpu 28. nóvember 2019.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.