Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 38

Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 38
36 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 Það þarf líka að hafa í huga að neyslan breytist. Tökum lítið en gott dæmi um farsíma. Farsímar nútímans búa yfir meiri tækni en við höfum nokkurn tímann kynnst áður. Fyrir 30 árum áttu fáir tölvu á heimilinu, þær voru dýrar, stórar og eyddu miklu rafmagni (það gerðu önnur heimilistæki líka). Í dag notum við símann okkar í stað myndavélar, útvarps, korta, dagbóka, geislaspilara, dagblaða og nú nýlega í stað greiðslukorta. Þessari þróun er hvergi lokið. Þeir sem búa til nýjar vörur hugsa helst um það hvernig þeir geta komið henni að í símanum okkar. Á móti kemur að við erum ekki að nýta auðlindir heimsins í að búa til myndavélar, útvörp eða geislaspilara, við prentum minna af pappír og þannig mætti áfram telja. *** Það er hægt að nefna fleiri svona dæmi. Það sem skiptir þó máli er að tækniþróunin hefur og mun áfram leysa flest okkar vandamál. Sumt tekur meiri tíma en annað, en vanda­ málin verða ekki leyst á þjóðþingum landa eða hjá alþjóðlegum stofnunum. Þá er einnig vert að hafa í huga að þó svo að við hér á Vesturlöndum njótum mikilla gæða (það mikilla að við eigum skv. orðræðunni að hafa samviskubit yfir því) þá er það ekki þannig alls staðar í heiminum. Íbúar Venesúela þjást undir ofríki stjórnvalda þar og munu að öllu óbreyttu gera næstu árin. Það verður ekki sagt nógu oft að vandamál heimsins verða heldur ekki leyst með miðstýrðu valdi ríkisins, þvert á móti. *** Það er aftur á móti eðlilegt að velta því fyrir sér hvernig framtíðin lítur út. Við vitum það ekki, en við vitum að það ríkir óvissa víða um heim. Það munu geysa stríð, það ríkir óvissa um framtíð Evrópusambandsins og einstaka hagkerfa á meginlandi Evrópu og það ríkir óvissa í alþjóðastjórnmálum. Okkur er sagt að ef við grípum ekki til aðgerða í umhverfis­ málum þá eigi jörðin ekki mikið eftir. Við erum að vísu búin að heyra þann söng í áratugi en vissulega er ekki hægt að horfa alfarið framhjá því. Við munum sjá einhverjar dýrategundir hverfa, það munu geysa óveður og aðrir umhverfisþættir eiga eftir að koma fram. *** Til að svara spurningunni þá vitum við ekki hvernig framtíðin lítur út. En við vitum að við búum yfir hugviti, þekkingu, tækni og fjármagni til að takast á við flest vandamál heimsins. Hagkerfi heimsins munu finna leiðir til að takast á við þær áskoranir sem eru framundan. Það hefur enginn hag af því til lengri tíma að viðhalda matarsóun, mengun eða ofneyslu. Við erum að sjá stanslausa þróun í heilbrigðismálum, bíla­ og flugvéla­ framleiðendur leita sífellt leiða til að minnka umhverfisáhrif af framleiðslu sinni, menntun er að aukast út um allan heim sem og jafnrétti, við erum að nýta minna land undir landbúnað en við gerðum og þannig má áfram telja. *** Það eina sem getur stöðvað framþróun mannkynsins eru of mikil afskipti stjórn­ málamanna. Þeir geta komið í veg fyrir aukin alþjóðaviðskipti og með of miklum afskiptum geta þeir hindrað frekari nýsköpun og tækniþróun. Þess vegna eigum við að stíga varlega til jarðar þegar þess er krafist að ríki heimsins taki ábyrgð og sýni í verki að þau séu meðvituð um hvað það vandamál sem rætt er hverju sinni. *** Það er rétt að hafa Kóbra-áhrifin í huga þegar kallað er eftir því að stjórnvöld bregðist við hinu og þessum með einhverjum hætti. Það færir okkur ekki alltaf þá niðurstöðu sem við viljum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.