Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 68

Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 68
66 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 Stíllinn Bestu dæmin um þau sterku tök sem Andri Snær hefur á íslenskri tungu koma fram í myndlíkingum þar sem hann kemur lesendum á óvart. Það kemur t.d. skemmti­ lega fram þegar hann líkir sambandi mannsins við olíunotkun heimsins við það samband sem Sæmundur fróði átti við sjálfan Kölska (s. 200). Annað dæmi má taka af síðu 190 þar sem í raun má finna hinn rauða þráð verksins, gagnrýni á umgengni mannsins við náttúruna á nýliðinni öld og fyrstu tveimur áratugum þeirrar sem við nú lifum: „Núna erum við sjö milljarðar talsins, við svindluðum á kerfinu og grófum okkur niður á ævaforn jarðlög úr löngu dauðum lífverum. Eins og særingamenn þá röskuðum við ró þeirra með því að dæla þeim aftur upp á yfirborðið, tendra bál og beisla hundrað milljón ára gamalt sólskin sem lá dormandi í iðrum jarðar. Við látum eldinn lúta vilja okkar. Við rekum skipin mót stormi og mokum upp fiskinum, þreskjum kornið, reisum borgir og fljúgum yfir hafið í málmdrekum, allt í krafti brunans. Þannig hefur þetta stigvaxið í meira en tvær aldir og aldrei verið meira en einmitt núna.“ Vísanir Í bókinni er Andri Snær duglegur við að vekja eldra efni, sem náð hefur flugi hjá öðrum höfundum, til nýs lífs. Augljósasta dæmið þar um er heiti bókarinnar sem augljóslega vekur hugrenningatengsl við bók Steins Steinarr, Tíminn og vatnið, sem út kom árið 1948. Önnur dæmi eru af augljósum vísunum í upphafsorð fjórða hluta Heimsljóss þar sem segir svo eftirminnilega: „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu. “ Það mætti þó halda því fram að ákveðin klifun felist í því að sækja í þessa víðfrægu lýsingu oftar en einu sinni, eins og reyndin er í bókinni. Þá er einnig rétt að nefna, jafnvel þótt Andri Snær hafi talsvert svigrúm og skáldaleyfi, að þá hefur mikil viðkvæmni ríkt gagnvart notkun annarra höfunda á textum nóbelskáldsins, sbr. dóm Hæstaréttar nr. 221/2007. Því má spyrja hvort höfundur hefði ekki þurft að geta þess hvert hugsunin er sótt, annaðhvort beint eða með aftanmáls­ grein. Í mati á þessu mun þó alltaf sannast að oftast skiptir meira máli hver skrifar en hvað er fest á blað. Heimsósómi Andra Snæ tekst snilldarlega til þegar hann útskýrir hvernig kynslóðirnar tengja saman ótrúlega vítt tímaskeið. Sá sem fæðist í dag mun þekkja fólk sem fætt var á fyrri hluta tuttugustu aldar og ef að líkum lætur mun hann lifa inn á nýja öld, þá tuttugustu og aðra. Þar mun viðkomandi tengja við einstakling sem aftur mun hafa færi á því að lifa aðra öld. Eða hvað? Í þessum vangaveltum um tímana tvenna og jafnvel þrenna liggur undirtónn sem er málaður dökkum litum. Getur verið að það verði engin öld á eftir þeirri sem nú stendur? Sumstaðar glittir í slíkar hugmyndir. Að minnsta kosti þannig að ef framtíðin muni yfir höfuð eiga sér stað, þá verði hún ekki það velsældarskeið sem við nú lifum. „Ef við gerum ekkert verðum við kynslóðin sem fékk paradís upp í hendurnar og rústaði henni. Af því að við vorum föst í viðjum hagsmuna og græðgi.“ (s. 260). Hann bendir einnig á að hagvöxtur nútímasamfélagsins sé drifinn áfram af kröftum sem tosi okkur í ranga átt, þ.e. í átt frá paradísinni og í eyði­ legginguna. Hann gagnrýnir hugsunarhátt þar sem það eru „talin jákvæð teikn þegar bílainnflutningur eykst,“ og segir í raun að það hafi verið vond tíðindi þegar nýr vegur var lagður í gegnum Gálgahraun árið 2014 á grunni þarfagreiningar þar sem miðað var við að „umferð myndi aukast úr 4000 bílum í 20.000 bíla á sólarhring.“ (s. 218).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.