Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 36

Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 36
34 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 Kóbra­áhrifin og afskipti stjórnmálamanna Fjölnir Á þeim tíma sem Indland var bresk nýlenda var tekin sú ákvörðun, líklega af breska landstjóranum, að losa skyldi Delí, höfuðborg Indlands, við kóbra­slöngur. Þær eru sem kunnugt er hættulegar og eðlilegt að menn vilji lítið með þær hafa nálægt borgum. Stjórnvöld buðu greiðslu hverjum þeim sem færði þeim dauða kóbra­slöngu. Upphæðin var myndarleg, það myndarleg að margir voru tilbúnir að taka það að sér að gerast veiðimenn. Fyrst um sinn var útkoman í takt við væntingar stjórnvalda, kóbra­slöngum snarfækkaði í og við Delí og íbúum borgar­ innar stóð ekki lengur ógn af þessu hættu­ lega dýri. Þó það lægi fyrir að kóbra­slöngum hefði fækkað umtalsvert voru stjórnvöld enn að greiða háar upphæðir fyrir dauðar slöngur. Þegar það var kannað nánar kom í ljós að margir veiðimannanna höfðu tekið upp á því að ala kóbra­slöngur á heimilum sínum í þeim tilgangi einum að slátra þeim og inn heimta af þeim greiðslu. Vissulega frjó nýsköpunarhugsun í fátæku ríki. Stjórnvöld tóku því aðra ákvörðun; nú skyldi hætt að greiða fyrir slöngurnar. Þeir sem þá höfðu sjálfviljugir gerst kóbra­slöngubændur brugðust við þessari ákvörðun með ein földum hætti, þeir slepptu slöngunum aftur út í náttúruna. Það vill auðvitað enginn hafa heimili sitt fullt af kóbra­slöngum sem ekkert er hægt að gera við. Niðurstaðan varð sú að vandamálið varð stærra en áður. Götur Delí fylltust aftur af kóbra­slöngum. ***
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.