Þjóðmál - 01.12.2019, Page 36

Þjóðmál - 01.12.2019, Page 36
34 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 Kóbra­áhrifin og afskipti stjórnmálamanna Fjölnir Á þeim tíma sem Indland var bresk nýlenda var tekin sú ákvörðun, líklega af breska landstjóranum, að losa skyldi Delí, höfuðborg Indlands, við kóbra­slöngur. Þær eru sem kunnugt er hættulegar og eðlilegt að menn vilji lítið með þær hafa nálægt borgum. Stjórnvöld buðu greiðslu hverjum þeim sem færði þeim dauða kóbra­slöngu. Upphæðin var myndarleg, það myndarleg að margir voru tilbúnir að taka það að sér að gerast veiðimenn. Fyrst um sinn var útkoman í takt við væntingar stjórnvalda, kóbra­slöngum snarfækkaði í og við Delí og íbúum borgar­ innar stóð ekki lengur ógn af þessu hættu­ lega dýri. Þó það lægi fyrir að kóbra­slöngum hefði fækkað umtalsvert voru stjórnvöld enn að greiða háar upphæðir fyrir dauðar slöngur. Þegar það var kannað nánar kom í ljós að margir veiðimannanna höfðu tekið upp á því að ala kóbra­slöngur á heimilum sínum í þeim tilgangi einum að slátra þeim og inn heimta af þeim greiðslu. Vissulega frjó nýsköpunarhugsun í fátæku ríki. Stjórnvöld tóku því aðra ákvörðun; nú skyldi hætt að greiða fyrir slöngurnar. Þeir sem þá höfðu sjálfviljugir gerst kóbra­slöngubændur brugðust við þessari ákvörðun með ein földum hætti, þeir slepptu slöngunum aftur út í náttúruna. Það vill auðvitað enginn hafa heimili sitt fullt af kóbra­slöngum sem ekkert er hægt að gera við. Niðurstaðan varð sú að vandamálið varð stærra en áður. Götur Delí fylltust aftur af kóbra­slöngum. ***

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.