Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 46

Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 46
44 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 Breyta þarf fyrirkomulagi evrópsks samstarfs Evrópusambandið þarf umfram allt að ná betra jafnvægi milli þjóðríkisins og „bræðslu­ pottsins“. Sú leið, sem farin var með Einingar­ lögum Evrópu og Maastricht­sáttmálanum, að fela framkvæmdastjórn ESB í jafn ríkum mæli að stýra innri markaðnum og takmarka rétt aðildarríkjanna til að beita neitunarvaldi, var óþörf. Allt eins hefði verið hægt að byggja á öðru módeli, þar sem aðildarríkin sjálf lékju stærra hlutverk, t.a.m. með gagnkvæmri viðurkenningu á stöðlum og samstarfi eins og því, sem fer fram á vettvangi OECD, þar sem sérfræðingar frá stofnunum aðildar­ ríkjanna koma saman í fagnefndum og vinna saman að þróun staðla og annarra alþjóðlegra viðmiða. Jafnframt var óþarfi að taka upp jafn ósveigjanlegar reglur og felast í fjórfrelsinu; í öllu falli hefði þurft að endur­ skoða þær frá grunni fyrir stækkunina til austurs. Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar um áframhaldandi aðild að ESB reyndi breska stjórnin raunar að telja önnur aðildarríki á að leyfa sér að setja fjórfrelsinu ákveðin takmörk, en þeirri beiðni var ekki vel tekið. Yfirvofandi útganga Bretlands hefði getað orðið Evrópubúum tækifæri til að staldra við og velta því fyrir sér hvort ástæða sé til að hugsa málin upp á nýtt. Í stað þess hefur hún styrkt marga í misráðinni trú á ríkjandi hugmyndafræði. Hvað Ísland varðar virðist því hæpið að ganga í sambandið á grundvelli núverandi fyrirkomulags. Evrópskt samstarf verður að byggjast á þjóðríkjunum en ekki á miðstýrðu sérfræðingaveldi og markaðsnauðhyggju, sem takmarkar getu þeirra til að koma til móts við væntingar þegnanna. Mikilvægt er að Evrópusamruninn hætti að grafa undan þjóðríkinu og hefji þess í stað að styrkja það og gera að hornsteini evrópskrar samvinnu. En meðan Evrópubúar eru staðráðnir í að halda áfram á núverandi braut; meðan gallað myntbandalag sviptir aðildarríkin nauðsyn­ legum tækjum til að jafna út sveiflur, mæta ytri áföllum og tryggja lágmarksvelferð; er líklegt að hinum „popúlísku“ stjórnmálaöflum vaxi ásmegin. Viðhorfsbreytingar er þörf því annað og betra fyrirkomulag evrópskrar sam­ vinnu er bæði mögulegt og æskilegt. Ríki eru ólík og þurfa að geta tekið þátt í evrópsku samstarfi á sínum eigin forsendum. Færi svo að sambandið þróaðist í þá átt að stuðla að almennri velferð innan ramma þjóðríkisins gætu skapast sterkari forsendur til að endurskoða afstöðu til aðildar. Höfundur er fyrrverandi nemandi franska stjórnsýsluskólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.