Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 55

Þjóðmál - 01.12.2019, Blaðsíða 55
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 53 Engin atvinnugrein greiðir hærri skatta og gjöld til ríkisins en fjármálageirinn og þar bera aðildarfélög SFF þyngstu byrðarnar. Aðildarfélögin hafa verið að greiða að meðal­ tali um 40 milljarða á ári til ríkisins undan­ farin ár og er ríflega helmingurinn af þeirri upphæð í formi ótekjutengdra gjalda. Frá árinu 2010 hafa aðildarfélög SFF greitt ríflega 300 milljarða í ríkissjóð sé miðað við áætluð opinber gjöld fyrir árið 2019. Inni í þessari tölu eru ekki arðgreiðslur til ríkissjóðs, en þær hafa verið umtalsverðar frá endurreisn viðskiptabankanna þriggja. Samtals hafa þær numið ríflega 200 milljörðum frá árinu 2013 og hefur stærsti hluti þeirra runnið í ríkissjóð. Skýrasta dæmið um hvernig er búið að grafa undan samkeppnishæfni bankanna sést á markaðnum með íbúðalán. Í kjölfar þess að bankaskatturinn var hækkaður rýmkuðu lífeyrissjóðirnir lánaskilyrði sín og lánshlutfall. Þeir greiða hvorki bankaskatt né aðra skatta sem bankar og sparisjóðir greiða og geta því boðið lægri vexti en fjármálafyrirtæki. Undanfarin ár hafa lífeyrissjóðirnir veitt tæplega helming nýrra húsnæðislána. Það er ástæða til að vekja athygli á því að kjör lífeyrissjóðanna standa ekki öllum til boða. Lífeyrissjóðirnir lána út á lægri veðhlutföll en bankarnir sem þýðir að hinum eignamestu standa til boða hagstæðari kjör lífeyrissjóða sem ekki þurfa að greiða bankaskatt á meðan hinir eignaminni og sérstaklega fyrstu kaup­ endur þurfa í raun að bera bankaskattinn. Það hallar ekki eingöngu á banka og spari sjóði í samkeppninni við lífeyrissjóði. Þrátt fyrir að starfrækja hvorki útibú né dótturfélög hér á landi eru erlend fjármálafyrirtæki með umtals­ verða markaðshlutdeild á fyrirtækjamarkaði. Um langt skeið hafa erlend fjármálafyrirtæki veitt stærri innlendum fyrirtækjum banka­ þjónustu. Þetta gildir einkum um stærri sjávarútvegsfyrirtæki, ýmis stærri útflutnings­ fyrirtæki og orkufyrirtæki. Markaðshlutdeild erlendra fjármálafyrirtækja er um þriðjungur þegar kemur að lánum til íslenskra fyrirtækja. Rétt eins og með fasteignalánin er vaxtaálag á slíkum lánum frekar lágt í samanburði við önnur lán og eðli málsins samkvæmt eiga fjármálafyrirtæki sem greiða bankaskatt af nær allri sinni fjármögnun erfitt með að keppa við fyrirtæki sem greiða hann ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.