Þjóðmál - 01.12.2019, Side 54

Þjóðmál - 01.12.2019, Side 54
52 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 Hér er birt ávarp sem Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka og stjórnar formaður Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF), flutti á hinum árlega SFF­degi sem fram fór 28. nóvember 2019. Á fundinum í ár var horft til starfsumhverfis fjármálafyrirtækja og samkeppnishæfni. Benedikt Gíslason Miklar breytingar framundan á fjármálamörkuðum Það þarf ekki að fjölyrða um þær miklu breytingar sem gerðar hafa verið á regluverki fjármálamarkaða á síðasta áratug. Nú þegar útlit er fyrir að lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar sé að ljúka er ástæða til að staldra við og velta fyrir sér áhrifum þessara breytinga á fjármálamarkaði og innleiðingu þeirra hér á landi í samanburði við önnur Evrópuríki. Fyrir nokkrum árum gáfu Samtök fjármálafyrirtækja út skýrsluna Hvað hefur breyst? Í henni er að finna greinargott yfirlit um þær breytingar sem hafa verið gerðar á regluverki fjármálamarkaða á vettvangi Evrópusambandsins í kjölfar fjármála­ kreppunnar. Eins og fram kemur í ritinu þá hafa SFF stutt innleiðingu þessara breytinga í íslenskan rétt en að sama skapi hafa samtökin brýnt fyrir stjórnvöldum að forðast að flétta við þessar breytingar séríslenskar reglur sem kunna að grafa undan samkeppnishæfni íslenskra fjármálafyrirtækja. Því miður hafa stjórnvöld ekki orðið við þessu. Ýmis íslensk sérákvæði voru fléttuð saman við evrópskar reglur þegar þær voru inn­ leiddar hér á landi. Við þetta bætist að skatta­ umhverfi aðildarfélaga SFF er sérstaklega íþyngjandi og langt umfram það sem þekkist í Evrópu. Hér á landi eru þrír skattar lagðir sérstaklega á fjármálafyrirtæki: bankaskattur, fjársýsluskattur og sérstakur fjársýsluskattur. Þá er fjársýsluskattur og sérstakur fjársýslu­ skattur einnig lagður á vátryggingafélög. Þessi skattlagning hefur víðtæk áhrif. Hún eykur rekstrarkostnað fjármálafyrirtækja og vátryggingafélaga og veikir samkeppnis­ stöðu þeirra gagnvart öðrum lánveitendum á markaðnum og erlendum fyrirtækjum sem ekki búa við jafn íþyngjandi skattaumhverfi. Þá hækkar hún að öðru óbreyttu lánskjör einstaklinga og fyrirtækja og getur þannig haft neikvæð áhrif á hagvöxt. Fjármálastarfsemi

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.