Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Blaðsíða 19
Úr Fljótshlíðinni á fótum tveim, fóru þeir og náðu heim...
langt fyrir austan Steinavötn er Kálfafells-
staður, prestsetur. Þar komum við Jörgen,
fengum kaffi hjá séra Jóni og hesta yfir
Staðará. Frá Staðará er ekki mjög langt að
Vagnstöðum. Ég kannaðist við fólkið á
Vagnstöðum, hafði þó aldrei séð það, nema
Skarphéðinn Gíslason, bróður Sigríðar á
Þernunesi. Það var meining okkar Jörgens
að gista á Vagnstöðum og höfðum við þvi
farið hægt vestan sveitina, drukkið kaffi svo
að segja á hverjum bæ. Við komum að
Vagnstöðum kl. hálfátta og var okkur þar
vel tekið sem áður. Við vorum þar urn
nóttina. Verðrið hafði verið leiðinlegt um
daginn. Fyrst í morgun var svo að segja
ófært veður, austan kaldi og stórrigning og
voru því allar sprænur á Breiðamerkursandi
í vexti, en þar er allt fullt af sprænum eins
og áður er getið. Þær eru: Fellsá, Flrútá,
Breiðá o.fl. sem ég kann ekki að nefna.
Austur jökulinn var veðrið sæmilegt en
skipti skúrum eftir það. Þoka var alltaf ofan
undir byggð, svo að ekki var nærri eins
gaman að ferðalaginu eins og verið hefði í
björtu veðri.
2. júlí, þriðjudagur. Frá Vagnstöðum
að Firði í Lóni
Veðrið var svo vont í morgun að Héðinn
vildi ómögulega að við legðum af stað, fyrr
en eitthvað birti til, sem gerði þegar fram á
morguninn kom. Við lögðum af stað um kl.
11 og fór Hérðinn með okkur á hestum
langt austur. Nóg var af vötnum á leiðinni
og nú öll í vexti. Fyrst fórum við yfir
Uppsalaá og litlu síðar Smyrlabjargaá. Það
eru smáár samnefndar bæjum, sem þær
renna nálægt. Austarlega í sveitinni er
Kolgríma, allstór jökulá. Kolgríma var nú
nýbrúuð, ekki búið að slá mótin utan af
steypunni og voru brúarsmiðirnir á
austurleið. Við urðuin þeim samferða út á
ijörur hjá Flatey. Á þeirri leið eru Heina-
Skarphéðinn Gíslason á Vagnstöðum.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurl.
bergsvötn, en þau skilja milli Suðursveitar
og Mýra. Bærinn Flatey á Mýrum er
skammt fyrir austan vötnin og fram undir
ijörum. Til að komast út á ijörurnar þarf að
fara fyrir s.k. Flateyjarflóa. Það er rétt eins
og fjörður yfir að fara, en ekki dýpra en í
kvið og víða grynnra. Þegar út á fjörurnar
kom, snéri Héðinn heim aftur og var hann
búinn vel að gera að fylgja okkur á hestum
í 3 klst. Brúargerðannennirnir riðu nú áfram
austur fjörumar, en við Jörgen gengum á
eftir. Austur á Melatanga sem er vestan við
Hornafjörðinn vorum við 2.30 klst. Á
fjömm þessum lá M.S. Edda, hafði strandað
þar fyrir ári síðan. Við fórum upp á Eddu,
þó lítið væri þar að skoða, mætti helst líkja
henni við dauða kind út í haga, sem
„vargurinn" er búinn að hirða allt ætilegt úr
aðeins beinagrindin eftir. Vestur á
Melatanga vorum við Jörgen sóttir á
trillubát af Höfn og þurftum við ekkert að
borga það, fremur en aðra greiða, sem
okkur voru gerðir á þessari ferð. Á Höfn
f7