Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Blaðsíða 83
Halldór Pétursson
frá Geirastöðum
Þáttur af Jóni
Sigurðssyni
fræðimanni í Njarðvík
Jón Sigurðsson er fæddur 13. maí 1801
á Surtsstöðum í Jökulsárhlíð. Faðir
hans var Sigurður Jónsson prests,
Brynjólfssonar að Eiðum, og konu hans
Ingibjargar Sigurðardóttur. Séra Jón flutti
úr Skaftárþingi í Eiða, og ég tel Aust-
fírðingum það til happs, að svo skyldi
verða. Frá séra Jóni er kominn mikill ætt-
bogi á Austurlandi, og þar á meðal
Njarðvíkurætt hin yngri, og í ættlegg séra
Jóns hefur komið fram margt vel gefíð fólk.
Sjálfur hefi ég ekki kynnt mér framættir
þeirra séra Jóns og Ingibjargar, því ég er
hræddur við ættfræði, og allra manna
heimskastur á því sviði, þó ég meti hana
mikils. [...]
Ekki flutti séra Jón ijánuálavit austur á
land, og sjálfur lapti hann alltaf dauðann úr
skel ijárhagslega. Þetta sýnist hafa gengið í
ættir hvað Njarðvíkurætt snertir, því ég veit
um fáa búmenn í þeirri ætt, utan Sigurð, son
séra Jóns, föður Jóns fræðimanns í
Njarðvík. Séra Jón sýnist því hafa verið
eins konar stakur hrafn í klerkastétt, því
margir þar hafa borið gott skyn á fjármuni.
Aftur á móti mun séra Jón hafa flutt með sér
mikið af bókvísi, og hún kanski glapið
honum sýn við búskapinn. Bókvísi
ættarinnar hefur síðan lengst af brotið
fésýsluna á bak aftur. Fáir af ættinni urðu
framámenn, því sjaldan hefur þótt viturlegt
að velja fátæka menn til forráða og eimir af
slíku enn í dag. [Armann Halldórsson birti
ritgerð um: Ættir og ævi séra Jóns
Bnmiólfssonar í bóksinni, Mávabrík, 1992,
bls. 24-51]
Til er gamansaga af Sigurði afa mínum,
sonarsyni séra Jóns. Hann viðaði að sér
bókum og las og las, en þótti búskussi fram úr
hófi. Sagt var að kæmist hann yfir bók, þó á
túnaslætti væri, þá sat hún fyrir öllu. Kannski
breiddi hann ef þurrkur gafst, en gleymdi að
taka saman, ef ólesið var af bókinni. Hvemig
átti að líta upp til svona manna? En í allar
veislur var hann sjálfkjörinn til að halda uppi
söng og segja fram forn minni. Eitt get ég
aldrei fyrirgefið honum, og það er hvemig
hann skildi við Jökuldœlu. Hann átti þá heima
í Fögruhlíð í Jökulsárhlíð, en skrapp í
gamanfór upp að Amórsstöðum á Jökuldal.
Þar rakst hann á handrit, velkt og illa
meðfarið. Hann var sagður læs á allar tegundir
skriftar, þó fom væri og bundin. En þetta var í
svartasta skammdeginu, hann með vond
gleraugu og koluljós blaktandi í baðstofunni.
81