Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Blaðsíða 174
Múlaþing
Eiríkur Sigfússon á Giljum. Eigandi myndar: Ljós-
myndasafn Austurlands.
Talið er að Þorleifur í Teigaseli sá er
fyrstur fann bein og muni Guðrúnar, hafi
flutt þá upp í brekkubrún að stórum steini
um 45 m. frá lækjarlænunni en þar var þetta
góss þegar Kjartan í Teigaseli og Eiríkur á
Giljum fundu það snemma um sumarið
1972, þá á leið heim frá grenjaleit í
Tröllagjót. Er þeir voru staddir við syðri
enda vestari Gunnuhryggjar, sem er nokkuð
langt vestan við ytri enda Tindafellsins,
snarast Eiríkur fram fyrir Kjartan, svo
snöggt að hann gengur utan í Kjartan og
mælir um leið. „Eigum við ekki að huga að
henni Gunnu.“
Þegar þeir höfðu gengið í suðurátt svo
sem 100 metra koma þeir fram á brún
lægðarinnar þar sem Sauðabanalækurinn
seytlar út og niður. Þarna í miðri brekkunni
blasti við þeim skjannahvít og skinin
höfuðkúpan af Guðrúnu Magnúsdóttur í
tveimur hlutum, hafði hún borist þangað frá
öðrum beinum og munum konunnar sem
annars voru í vari ofan við steininn stóra
ofarlega í brekkuhallinu. Létu þeir vita af
fundi sínum og 19. júlí er gerður út
leiðangur til að sækja góssið. Eiríkur á
Giljum var talinn skynja ýmsa dulræna hluti
og vita jafnvel fyrir um eitt og annað, sem
öðrum var hulið.
Völundur Jóhannesson á Egilsstöðum
var einn þeirra sem fluttu beinin og munina
til byggða. Smíðaði hann kassa sérstaklega
til þess ætlaðan. Elann man eftir að á
fundarstað væri alllangt band heklað eða
brugðið, svart að lit. Að öllum likindum
notað til að binda að sér þykka yfirhöfn.
Þetta band er nú glatað.
I 7. hefti Múlaþings bls.138 er greinar-
kom sem ber yfirskriftina, „Fundin bein
Guðrúnar Magnúsdóttur.“ Þar segir:
,Jfokkra muni fundum við hjá beinunum svo
sem stóran kistulykil, lykil að kommóðu eða
skáp, vasahníf með skelplötuhlýrum, eina
gjörð af brennivínskútnum og hafði hún
geymzt vel á um það bil 30 sm dýpi í
leðjunni og smá tréflísar blámálaðar, enda
af göngustaf með broddi og hólk á, og svo
gullhringF
Munum þeim sem fundust hjá beinum
Guðrúnar var komið í pappakassa og settir
til varðveislu í Askirkju í Fellum, en þá var
ekki risið safnahús á Egilsstöðum. Þegar
það hafði svo verið byggt fannst mér að þar
ættu munimir heima. Gerði ég gangskör að
því að þeim yrði þangað komið. Þegar til
átti að taka fannst kassinn ekki, sem átti að
vera uppi á tumlofti í kirkjunni, en hafði
hans þó áður verið leitað. Smiðir sem unnu
að endurbótum, aðallega á undirstöðum
kirkjunnar 1976 sögðust hafa séð kassann
þá.
Svo er það mörgum ámm síðar að Sigfús
Vikingsson var ásamt öðmm að vinna við
endurbætur á kirkjunni, að maður nokkur
172