Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Blaðsíða 113
Unamál
Garðarsson hafi verið til og komið hingað á
Landnámsöld, og jafnvel numið hér land án
þess að byggja það. Hugsanlega hefur hann
gert kröfu til réttinda fram yfir aðra
landnámsmenn, vegna þess að faðir hans
fann landið, og Haraldur konungur verið
með í ráðum, til að afla sér áhrifa í hinu
nýja landi.
Aðrar sögur af ásælni Noregskonunga
Sigurður Líndal telur þá hugmynd snemma
hafa vaknað með Noregskonungum, að
þeim bæri með nokkrum hætti réttur til að
ráða löndum, sem numin hefðu verið frá
Noregi. Eru ýmsar heimildir um, að
Noregskonungar hafi haft í hyggju að
leggja ísland undir sig, fleiri en ofangreind
sögn Landnámabókar um Una danska.28
Alkunn er sagan í Heimskringlu um
fyrirætlan Haralds Gormssonar Danakóngs
að herja á Island. Tilgangur var sagður að
hefna níðs, sem Islendingar höfðu ort um
konung, en ástæðan fyrir níðinu var sú, að
bryti Haralds hafði rænt fé íslendinga, en
konungur ekki viljað bæta ránið. Fyrst bauð
Haraldur fjölkunnugum manni að fara
hamfórum til íslands í hvalslíki, en sá
komst hvergi að landi fyrir landvættum sem
gættu allra fjórðunga: bergrisa á Suður-
landi, griðungs á Vesturlandi, risafugls á
Norðurlandi og dreka á Austurlandi, og
varð því frá að hverfa. Þessar landvættir
urðu síðan merkisberar í skjaldarmerki
Islendinga, og breytir þá litlu þótt rekja
megi fyrirmyndir þeirra til Biblíunnar.29
í Landnámu er sagt frá Hrollaugi
Rögnvaldssyni sem nam gríðarstórt land,
allan Homaíjörð og Suðursveit, og „fór til
Islands með ráði Haralds konungs.“
Hrollaugur var sonur Rögnvaldar jarls á
Mæri, síðar Orkneyjajarls og bróðir Göngu-
Hrólfs er vann Nomandí. Hann bjó fyrst
„undir Skarðsbrekku í Homafirði, en síðan
á Breiðabólsstað í Fellshverfi“, og hafði þá
selt allan Homaljörð og Mýrar. „Hrollaugur
var höfðingi mikill og hélt vingan við
Harald konung, en fór aldri utan.“ Haraldur
sendi honum gjafír góðar, þar á meðal
ölhom er síðar átti Kolur Síðu-Hallsson, og
sá Kolskeggur fróði Landnámuhöfundur
það.30 Þetta varð Halldóri Stefánssyni
tilefni umþenkinga, að kannski hafi
Hrollaugi verið ætlað sama hlutverk og
Una, að leggja undir sig landið.
Ólafur Tryggvason (d. árið 1000) og
Ólafur helgi Haraldsson (d. 1030) höfðu
vissa tilburði að ná áhrifum á íslandi,
einkum í sambandi við kristnitökuna.
Frægust er sagan af Þórarni Neljólfssyni,
hirðmanni Ólafs helga, sem Snorri segir að
hann sendi á Alþing með beiðni urn að sér
yrði gefín Grímsey, „og vill þar í mót leggja
gæði þau af sínu landi, er menn kunnu
honum til að segja.“ Ymsir höfðingjar voru
meðmæltir því en þá hélt Einar Þveræingur
sína frægu ræðu, sem oft er vitnað til síðan,
svo ekki varð af gjöfínni.31 Það var svo loks
á 13. öld að Noregskonungar náðu ítökum á
Islandi, vegna óeirða innanlands, sem lauk
með sáttmála við Hákon gamla 1262.
Svikarinn
Allar þessar fornu sögur um ásælni
Noregskonunga hafa varðveist í ritum
þeirra frændanna, Snorra Sturlusonar (ca.
1178-1241) og Sturlu Þórðarsonar (1214-
1284), sem báðir voru virkir þátttakendur í
innanlandsdeilum 13. aldar, höfðu náin
kynni af konungum Noregs á þeim tíma,
rituðu konungasögur fyrir þá, og léku
iðulega tveim skjöldum í hinni pólitísku
baráttu, sem leiddi til þess að Snorri var
myrtur. Þeir máttu því trútt um tala af eigin
reynslu.
Það er vel þekkt úr mannkynssögunni að
þjóðir þurfa að eiga sína ,föðurlands-
II!