Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Blaðsíða 176
Múlaþing
ófrosnar, myndast oft eins til tveggja metra
djúp blá. Alkunna er að kindur festast oft í
slíkum krapablám til dauðs, slíkt hefur
einmitt átt sér stað við þennan læk. Af því
mun hann bera nafnið Sauðabanalækur.
Þung munu síðustu spor Guðrúnar
Magnúsdóttur hafa verið og dapur hugurinn
er hún, máski rennandi blaut til mittis, var
sest að í hríðarkófmu og hún hlaut að gera
sér ljóst að þama réðust örlög hennar. En
yfir og allt um kring hrein norðan sterk-
viðrið útfararstefið.
Þórhallur Sigurðsson frá Teigaseli sýndi
það lofsverða framtak að láta gera tvo
krossa úr málmi, ljómandi fallega og reistu
þeir Kjartan bróðir hans, annan örskammt
frá þeim stað, sem beinin vom er þau
fundust aftur 1972.
A plötu á krossinum er letrað:
Hér varð úti Guðrún Magnúsdóttir
frá Fjallsseli F 28.6.1842. Hún ætlaði að
heimsækja unnusta sinn í Hnefilsdal á
Jökuldal rétt fyrir jól 1879. Bein hennar
voru jörðuð að Ási 1972.
Blessuð sé minning hennar.
Hinn krossinn setti Þórhallur á leiði
beinanna í nýja kirkjugarðinum að Ási og á
hann er letrað eftirfarandi:
Hér hvílir Guðrún Magnúsdóttir frá
Fjallsseli F 28.6.1842. Hún varð úti 1879
þegar hún ætlaði að heimsækja unnusta sinn
í Hnefilsdal á Jökuldal. Bein hennar voru
jarðsett hér 1972.
Blessuð sé minning hennar.
Eftirmáli
I samantekt Hrafnkels A. Jónssonar um
helstu æviatriði Guðrúnar Magnúsdóttur og
einnig í áður tilvitnaðri grein í blaðinu
Eimreiðin, er talað um „F/allsselsveg á
Fljótsdalsheiði. “
Hnaut ég um þetta atriði og taldi í
fáfræði minni að hér væri ekki um alls
kostar rétta skilgreiningu að ræða. Spurði
ég því marga Fellamenn og raunar fleiri og
vildi enginn kannast við að svo mætti taka
til orða.
Hrafnkell A. Jónsson þáverandi héraðs-
skjalavörður vissi að á safninu væri bréfa-
safn (handskrifað) Halldórs Stefánssonar,
sem um skeið bjó í Hamborg í Fljótsdal,
síðar um tíma alþingismaður. Bréf þetta
skrifaði Halldór ritinu Heima er best, til
leiðréttingar áður framkomnu efni í blað-
inu. Er bréfið birt hér í heild og með
stafsetningu Halldórs:
Landamörk Fljótsdalsheiðar.
I októberhefti Heima er bezt 1959
(bls.345) hefur Helgi Valtýsson ritað
nokkrar leiðréttingar við rit sitt A hrein-
dýraslóðum. Meðal þeirra er ein sem
snertir landamörk Fljótsdalsheiðar, svo-
hljóðandi:
,gí bls. 218, neðst, er talið að Heiðarsel
sé við sporð Fljótsdalsheiðar o.s.frv. og
hefur valdið ókunnugleiki minn á örnefnum
á þessum slóðum. Rétt er: Fljótsdalsheiði
er þrískipt: réttnefni í Fljótsdal, síðan
Fellnaheiði, svo Bótarheiði og loks Heiða-
rendi. Og austan undir honum stendur
Heiðarsel, efsti bær í Lágheiði, sem liggur
litfirá HeiðarendaF
Þetta er ekki leiðrétting um mörk
Fljótsdalsheiðar, heldur meinvilla.
Frá sporði (Heiðarenda) allt til innstu
bæja hvorumegin heiðar heitir heiðin milli
Jökuldals og byggðarinnar, sem liggja að
henni að austan Fljótsdalsheiði. Einstakir
174