Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Blaðsíða 89
Þáttur af Jóni Sigurðssyni
það lagður, hvað mikinn kvóta Jón hefur átt
í Ættum Austfirðinga, en maður þekkir það
úr sögunni, að höfundar vilja lítt deila
frægð sinni með hjálparmönnum sínum.
[Jón og Krossinn í Njarðvíkurskriðum
Fyrir 14 árum (1846) var krossinn orðinn
fúinn og fellilegur; þá setti bóndinn Jón
Sigurðsson í Njarðvík, fræðimaður ogforn-
menjavinur, annan nýjan með sömu gjörð
og hinn gamla þar aftur, (Jón Arnason:
Þjóðs. I, 134, neðanmáls / Eftir hanriti séra
Sigurðar Gunnarssonar / Nánar í bók
Armanns Halldórssonar: 1 neðra og efra,
bls. 50-63.]
Skáldskapur Jóns og nokkur orð þar
um
Til er á Landsbókasafninu skrifað kvæða-
kver með ljóðum Jóns í Njarðvík. Um
helmingur þess eru sálmar. Virðist [hann]
hafa verið fram úr hófí guðrækinn, og
kemur það ekki einvörðungu fram í
sálmunum.
Morgunbæn
Nú ljómar dagur nýr.
Drottinn guð lof sé þér.
hjálpar höndin hýr,
hjúkraðu í nótt mér.
Ég treysti á einan þig,
æ geymdu mig í dag,
algæskan elskanleg,
öllum frá raunaslag
Líkn og traust og lífið hreina,
ljúfí Jesú ertu mitt,
og hugarbótin mestu meina
mitt að hefur afbrot kvitt.
í lífí og dauða athvarf eina
æ mér verði nafnið þitt.
Veraldlegur kveðskapur Jóns er undir
ýmsum hátturn og sumum fornum. Ekki er
þar feitt í stykkinu, þó sumt fellt og slétt
kveðið. En gallinn er sá, að í tíma og ótíma
er troðið að siðferðisprédikunum, sem þar
eiga ekki heima. Hér koma sýnishom af
ferskeytlum:
Nú í viku ijórðu fer
færið Góu að skána.
Hlýna tekur, sólu sér,
senn mun fara að hlána.
Nú er tíðin næsta stríð,
nú er blíða flúin.
Nú er víða fjörgin fríð,
fanna hýði búin.
Auður gyllir eigandann,
auður villir marga.
Auður fyllir aldrei mann,
auður tryllir gefandann.
Skömm er að vera skartsamur,
skömm er að vera þrællyndur.
Skömm er að vera skreytinn mjög,
skömm er að feta klækjaveg.
Illt er að heita óþokki,
illt er að beita vélum.
Illt er að þreyta örlyndi,
illt er að veita liðsinni.
Tríiðu ei glanna tveföldum,
trúðu ei heymarlofi.
En trúðu manni af tryggð reyndum.
Trúðu granna dyggðugum.
Hvergi virðist örla á víðsýni hjá Jóni, eða
framfaraviðleitni; ekki heldur, að hann hafi
látið sig landsmál einhverju skipta. Fyrir
þessu hefi ég ekki heimildir, en það mundi
hafa gægst fram i kvæðum hans. I kveri
hans er langt kvæði, sem heitir Aldaniður,
sem byrjar svo:
87