Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Blaðsíða 156
Múlaþing
Bókaskápur Eiríks á Vífilsstöðum. Ljósmynd:
Greinarhöfundur.
Verði þinn en ekki vor vilji. Hugga þú að eins
í mildi og náð, þá sem þú hryggir og lát
sorgina snúast þeim til blessunar. Kom þú því
einnig hýr með þína mildríku huggun og veit
hana þeim, sem syrgja hjer hinn góða
heimilisföður sem nú er hjer liðinn. Lát þá
viðurkenna að það ert þú, sem hefur kallað
hann burtu og gleðja sig við það, að í raun og
veru er það allt gott sem þú gjörir, því að þínir
vegir eru einber miskunn og trúfesti, þó að
vjer tárfellum stundum í svip og opt lengi yfir
að verða að fara frá. Blessa í náð sorgina hjer,
þá getur jafnvel hún orðið til góðs. Heyr vora
auðmjúka bæn í Jesú nafni. Amen.
Sælir eru þeir framliðnu, sem í Drottni
eru dánir. Þeir geta hvílt sig eptir sitt erfiði, því
þeirra verk fylgja þeim. (Opinb. 14,13).
Hvíldin er öllum kærkomin, sem þreyttir eru
eptir unnið erfiði. Hún endumærir og hressir,
styrkir og gleður. Hún er Guðs blessun til þess
að reisa við kraptana eptir áreynslu. Erfiði
lamar kraptana. Hvíldin er meðal Guðs til þess
að veita þeim aptur þann styrk og stæling, sem
þeir hafa misst. Þreytan dregur úr fjörinu og
deyfir gleðina meðan á henni stendur. Hvíldin
lífgar hvorttveggja aptur. En hvíld er ekki
sama sem vinnuleysi. Það er ekki sama að
hvílast og vinna ekki. Sá sem aldrei vinnur svo
að hann þreytist, veit ekki í rauninni, hvað
hvíld er. Auðvitað getur iðjuleysið sjálft
þreytt. Það þreytir mann dálítið, að ganga um
jörðina, þó að iðjulaus sje. Það mæðir á
kröptunum, að eins það, að vera til á þessari
jörð. Björgin eyðast við það, að veður og
vindur blæs um þau. Því að endalok þessa
heims eru þau, að hann ferst. Enginn getur því
látið líf sitt halda stöðugt áfram á þessari jörð,
með því að forðast að starfa og þreytast. Vjer
sjáum svo ótal dæmi upp á það, að þeir verða
ekki almennt eldri, sem ekki vinna, heldur en
þeir sem starfa, jafnvel ekki eldri en þeir sem
starfa mikið og daglega þreytast. Sá báturinn
gengur best sem róið er með reglubundnu
áralagi og með áhuga á, að ná að einhverju
vissu takmarki, en ekki sá, sem látinn er berast
eins og verkast vill fyrir straum og vindi og
ekkert takmark er haft annað en það að fljóta.
Á bátnum sem reglulega er beitt, þar verður
hvíldin sjálf til að flýta förinni. Tíminn á milli
áratoganna flytur hann áfram, og það í rjetta
átt, þó að róðrarmennimir hafist ekki annað að
en að búa sig undir næsta áratog. [Strikað er
yfir þessa síðustu málsgrein í handritinu.]
Enginn þyldi að beita stöðugt sama kraptinum,
sem hann beitir í hverju áratogi. Það er hin
reglubundna hvíld á milli þeirra sem hleypir
lífi og fjöri og krapti í róðurinn og verður því
154