Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Blaðsíða 127
Ágrip af sögu Rafveitu Reyðarfjarðar
Finnur Malmquist
Trvggvi Þórhallsson
Sigfiís Guðlaugsson
þörf ábending á þeim tækjum, sem oftast
voru á ferðinni. Þetta truflanavandamál var
aldrei leyst og ástæðan fyrir því fannst
aldrei, en fólk hætti smátt og smátt að gera
sér rellu út af því og hlustaði á útvarpið,
þegar það var hægt, en sleppti því annars.
Nú er hins vegar vitað, að jafnstraumur,
sem framleiddur er eins og gert var í
þessum gömlu vélum, orsakar einmitt
truflanir eins og voru á Reyðarfírði á
þessum árum nema sérstakur búnaður sé til
að draga úr þeim. Þegar nýju vélamar komu
í rafstöðina, hurfu allar þessar útvarps-
truflanir, sem verið höfðu allt frá upphaft.
Afhending raforkunnar fór ekki fram í
gegn um kílówattstundamæli eins og nú er
gert, heldur var stillanlegur rofi, sem komið
var fyrir á töflunni i hverju húsi, notaður til
að skammta þá raforku, sem hver og einn
ákvað að kaupa. Þessi rofi var kallaður
hemill. Vafalaust var eitthvað misjafnt,
hvað fólk keypti stóran skammt í hús sín, en
ef samið var til dæmis um 4 kílówött, var
hemillinn stilltur á það, sem þýddi að þá
mátti nota 4 kílówött stöðugt allt árið.
Þannig var í raun ódýrast að halda notkun-
inni sem næst því, sem um var samið, og ef
það tókst, var rafmagnið mjög ódýrt til
upphitunar vegna þess, að það varð að
borga þessi 4 kílówött, hvort sem þau voru
notuð eða ekki.
En auðvitað varð þá að draga úr
ofnanotkun, á meðan rafmagnið var notað
til eldunar, því annars fór hemillinn að
blikka eins og sagt var. Þessir hemlar voru
þannig gerðir, að þegar álagið fór yfír þau
mörk, sem hemillinn var stilltur á, þá rauf
hann strauminn og tengdi á víxl, þannig að
ljósin blikkuðu, þangað til álagið var
minnkað, eða minnkað á eins og sagt var.
Ekki hefur tekist að finna nein gögn um
rafmagnsverð eða söluskilmála frá þessum
árum, til dæmis hve langan tíma hver
stilling á hemlinum gilti, hvort aðeins var
hægt að fá henni breytt á haustin og vorin
eða hvenær sem var eða hvað árskílówattið
kostaði.
í gömlum vasabókum frá Frímanni
Jónssyni rafstöðvarstjóra má sjá, að
stillingu hemlanna hefur verið breytt eftir
beiðni notenda að minnsta kosti haust og
vor. Þar tná sjá, að þann 20. júlí 1939 var
lækkuð stillingin á hemlinum hjá Guðjóni
Jónssyni (snikkara) í Asbyrgi um tvö
kílówött, en hækkuð aftur um það sama
þann 19. sept. 1939.
Þann 30. maí er lækkað um 1 kw hjá M.
Stefánssyni og aukið um 0,5 Kw hjá Þór.
Stefánssyni. Samkvæmt þessu virðist, að
notendur hafi getað fengið stillingu
hemlanna breytt, þegar þeir óskuðu eftir
því.
125