Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Blaðsíða 175
„Örlög kringum sveima“
Krossinn sem Þórhallur Sigurðsson setti upp í minningu Guðrúnar skammt frá fundarstað beina og muna.
Ljósmyndari og eigandi myndar: Magnús Hjálmarsson.
segir við Sigfús hvort hann vilji nú ekki
huga að kassanum með mununum í, á
tumlofti kirkjunnar, gerir Sigfús það og er
þá kassaskömmin rétt á loftskörinni en ofan
í trérimlakassa undan gosdrykkjum, eins og
þeir tíðkuðust fyrir nokkmm áratugum og
ofan á kassanum með mununum í var
gömul og lúin ljósakróna. Þá var um-
búnaður kassans með eilítið öðrum hætti en
í upphafi, en talið var að bundið væri utan
um hann, en nú var honum lokað að hluta
með límbandi og í kassann vantaði blá-
máluðu flísarnar úr brennivínskútnum.
Er þetta ferli allt, enn einn þáttur dulúðar.
Geta má þess að í landi Teigasels utan
við fundarstað beina og muna eru a.m.k.
tveir melhryggir er liggja í átt til
Sandárinnar, með stöku grjót og kletta-
hraukum upp úr, nefndir Gunnuhryggir,
næsta víst má telja að þeir séu nefndir eftir
Guðrúnu Magnúsdóttur.
Ég sem þetta rita hefí farið nokkrar
ferðir frá Teigaseli upp í heiðina til að
kanna aðstæður á fundarstað og ýmsar
ijarlægðir. I annarri ferð minni í heiðina
fann ég að hluta undir steini, grænlitaðar
slytrur úr þykku efni, líklega vaðmáli og
vafalítið úr utanyfírflík sem Guðrún hefur
klæðst. Þá voru þama tvær hvítar tölur,
skelplötur sem svo voru nefndar og
tíðkuðust áður fyrr. Gætu tölur þessar hafa
verið á skyrtu eða blússu, einnig verið
festar efst á hásokka sem fólk klæddist
fyrrum. Kemur þetta nokkuð heim og
saman við draum Hallgríms Helgasonar á
Droplaugarstöðum, sem hann tengir við
Guðrúnu og sagt er frá í ritinu Heima er
best. 7 - 8. tölubl. bls 265, 37. árg. 1986.
Einnig var þama allstórt net, sem gæti hafa
verið uppistaða í stóru sjali en tauið fúnað
utan af, em þetta þó getgátur einar.
Þá var í annarri ferð minni í heiðina með
mér Magnús Hjálmarsson á Egilsstöðum.
Eftir að hafa kannað aðstæður, bar hann
fram þá tilgátu að Guðrún hafi þama lent í
krapablá. Þegar mikið fennir í svona lænur,
173