Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Blaðsíða 157
„Um stundarsakir settir af Guði í þennan heim...“
sjálf til að flýta fyrir. Og það er meira. Enginn
gæti beitt kraptinum sem hann leggur í hvert
áratog, ef hann fengi ekki þrótt til þess frá
hvíldinni á milli. [Einnig hefur verið strikað
yfir þessar síðustu málsgreinar í handritinu.]
Sama lögmál kemur fram á ferðinni yfir lífsins
haf. Reglubundið starf og hvíld fleytir þar best
áfram og veitir mestan árangurinn, hjálpar til
að ná höfninni farsællegast. Og þegar þannig
er lifað verður hvíldin sönn blessun, krapta
uppspretta og gleðiefni. Hinn þreytti fagnar
því að hvílast, af því að hann veit, að það
lífgar og gjörir hvem mann eins og nýjan
aptur.
En það er ekki sama hvað unnið er, eða
hvernig unnið er. Hvíldin er ekki sama
gleðiefni fyrir þann, sem er þreyttur eptir
eitthvert syndsamlegt starf, eins og fyrir þann
sem þreyttur er eptir heiðarlegt og gagnlegt
starf. Samviskan rís upp eptir syndarinnar
þreytu með sína dóma og ásakanir og
eyðileggur hvíldarinnar gleði og endurlífgun
meira og minna. Eins og það aptur eykur gleði
og endurlífgun hvíldarinnar, þegar samviskan
er róleg og ánægð yfir því sem unnið hefur
verið. Sá sem starfar samviskusamlega í
guðsótta og góðum tilgangi að því, sem
nytsamlegt er - það er hann sem nýtur
hvíldarinnar gleði og endurlífgunar í fullurn
mæli. Honum verður hvíldin sönn hvíld,
honum reynist hún sannarleg Guðs blessun.
Hún verður honurn alltaf stig áfram á lífsins
vegi.
En hann þreytist samt, þegar til lengdar
lætur, meira og minna því að líkami hans er
eyðileggingunni háður eins og annarra. Og þó
að það sje vísandi vegurinn til að ná háum
aldri, að vinna með samviskusemi og skyldu-
rækt skynsamlega að því sem nytsamlegt er I
guðsótta og ráðvendni, og njóta hvíldarinnar
blessunar hæfilega á milli, þá hrökkur hvildin
þó aldrei til að bæta upp allt sem vinnur að því
að eyðileggja líkamann. Og svo rennur lífið
hjer allt að síðustu saman í einn starfsdag,
þegar litið er til æfilokanna. Æfin öll verður að
síðustu með öllu því sem þreytir, starfi,
sjúkdómum, sorg og stríði þrátt fyrir alla
hvíldarinnar blessun, að einum einasta starfs-
degi, sem hefur þreytt mann svo, ef æfin er
orðin löng, og opt miklu fyrr, að hann þráir
meiri hvíld en hina vanalegu, þráir að hvílast
frá öllu lífinu á þessari jörð eins og það er. Þó
að hann hafi unnið trúlega og vel I Guðs ótta,
alla æfi, og notið blessunar hvíldarinnar í
fullum mæli., þá finnur hann þó allt af betur
og betur, að hann á ekki hjer heima, en er hjer
að eins starfsmaður um tíma, sem þarf aðra
hvíld en fæst hjer á jörðunni. Það er sú hvíld
sem dauðinn veitir, sem þeir þrá, hvíld sem
endumýjar alla þeirra tilveru, gjörir þá að
nýjum mönnum, lausa við öll eyðileggingaröfl
þessarar jarðar. Til þeirrar hvíldar horfa þeir
með því meiri gleði, sem æfidagurinn verður
lengri og tilfellin, sem mæða, fleiri. Og þegar
þeir hafa varið lífi sínu vel og samvisku-
samlega eptir Guðs fyrirmælum, lagt alla
stund á að verja sínum kröptum sem best til
þess sem nytsamlegt er I guðrækni, þá er
dauðinn þeirn ekki einungis eins mikið
gleðiefni eins og þreyttum rnanni er
næturhvíldin, heldur miklu meira gleðiefni,
svo miklu meira fagnaðarefni sem eilíf sæla í
Guðs föðurhúsum er meira fagnaðarefni en
hinn líkamlegi vanalegi svefn. Það er um slíka
menn og slíka hvíld, að ritningin segir þessi
orð: „Sælir eru þeir framliðnu sem I Drottni
eru dánir; þeir geta hvílt sig eptir sitt erfiði,
því að þeirra verk fylgja þeim. Æfistarfið sem
þeir hafa unnið í trú og von og elsku til Guðs
og manna og óskað að yrði sem fullkomnast,
fylgir þeim og friðar þá og gjörir þeim
dauðans hvíld bæði rjettmæta og kæra. Og
vjer segjum þessi orð um þá með virðingu og
heilagri gleði I hjartanu, enda þótt vjer
söknum þerra opt mjög sárt. Þeir sem í Drottni
eru dánir, þeir sem dánir eru í trúnni á Hann og
155