Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Blaðsíða 111
Unamál
Selfljót, með hinum einstœðu sveigum innan við Ketilsstaði (1992).
Glettingi, 2005. Vegna hins óvenjulega
skarts hafa sumir getið sér til að það hafi
verið spákona (völva) sem þarna bar
beinin.22
Vel má imynda sér að hún hafi heitið
Una og eftir henni hafí leiðin verið nefnd.
Svo skartbúin kona hlaut að hafa verið vel
þekkt bæði á Héraði og í Fjörðum, og
ólíklegt að ekki hafí einhverjir vitað um
ferðir hennar, þó að líkamsleifar hennar
fyndust ekki fyrr en þúsund árum seinna.
Eins og þegar var getið eru Unalækir á
Héraði stundum nefndir Unulækir í
heimildum.
Völvan gat hafa átt heima á fornbýlinu
Ospaksstöðum, en tættur þess eru skammt
fyrir utan Unalæk. Leið hennar gat hafa
legið um Vestdalsheiði og Afréttarskarð til
Loðmundarfjarðar. Algengt er að kenna
örnefni við menn sem farist hafa á
viðkomandi stað. Kannski hafði hún verið
heygð þarna á fjallinu með skarti sínu og
haugurinn nefndur Unuleiði. Það stemmir
vel við þjóðtrú Austfirðinga um völvuleiði,
sem mörg eru á ijallvegum.23
Meira af nöfnum
I Landnámu er aðeins getið um einn annan
mann, sem bar nafnið Uni, og nefndur er
„Uni úr Unadal“, en engin deili eru annars
sögð á honum. Mannsnafnið Uni virðist
aldrei hafa náð fótfestu á Islandi, og má
eflaust skýra það út frá sögunni af Una
danska. Hins vegar varð konunafnið Una
nokkuð vinsælt á seinni öldum, og er
gjarnan tengt huldufólki.24 Hermann
Pálsson (1960) segir að nafnið Uni sé' skylt
sögninni að una og nafnorðinu vinur og
Una þýði hamingjusöm kona.25
Tilgáta Þórhalls Vilmundarsonar, um að
Una sé fornt heiti á Selfljóti, er athyglis-
verð, með tilliti til eðlis þessa fljóts, eins og
Sævar Sigbjarnarson bendir á í ritgerð
sinni: Selfljót í Utmannasveit (2002), en þar
ritar hann m.a.:
109