Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Blaðsíða 21
Úr Fljótshlíðinni á fótum tveim, fóru þeir og náðu heim...
Þernunes í Reyðarfirði. Eigandi myndar: Fjölskyldan á Þernunesi.
tneð firðinum að austan. Ekki fórum við
alla leið út á Djúpavog, heldur yfir Hálsa
utan undir Búlandstindi. Þegar austur
kemur af hálsinum er Búlandsá á leiðinni.
Við gátum stokkið yfir hana með
naumindum. Að Urðarteigi komum við kl.
hálf þrjú. Þar hugðumst við fá flutning yfír
Berufjörð og eitthvað að éta, því við vorum
orðnir soltnir eftir 5 tíma röskan gang. Svo
óheppnir vorum við þá að innflúensa var í
Urðarteigi svo að við vildum engin skipti
hafa við fólkið. Skammt frá bænum sáum
við nokkuð af tröllasúru (Rabarber). Við
tókum okkur einn stóran legg og átum, var
það góð hressing. Þegar við komum að
Fossá, sem kemur fram úr Fossárdal, var
flóð, svo að við urðum að fara upp í
Fossárdal og yfir ána á brú, sem þar var.
Þaðan er ekki mjög langt inn að ijarðarbotni
og var því enn flóð, þegar við komum
þangað. Okkur var töf að því, að komast
okki „leirumar“ en við því var ekkert að
segja. Nú vorum við orðnir svo gætnir að
við óðum Berufjarðará berfættir, til þess að
bleyta ekki sokkana okkar. Við fómm heim
að Bemfirði til þess að fá okkur eitthvað að
borða, komum þar kl. 6. Kl. 7.20 lögðum
við svo á Berufjarðarskarð, eftir að hafa
gætt okkur á glænýjum sjóbirting. Ég hafði
farið yfir Beruijarðarskarð einu sinni áður
og var því leiðinni kunnugur. Að Flögu
komum við kl. 9.40. Ófeigur (frá
Randversstöðum) bjó þá í Flögu með
sonum sínum. Ófeigur bauð okkur inn og
gaf okkur nýmjólk að drekka, svo sem við
höfðum lyst á. Síðan sendi hann strák með
okkur niður að á (Breiðdalsá). Strákurinn
óð yfir ána og sótti hest, sem var á
bakkanum hinum megin, til þess að við
þyrftum ekki að vaða. Við lögðum síðan á
Jórvíkurskarð og hugðumst ná að
Hlíðarenda. Við vorum nú farnir að verða
hálflúnir og fórum því hægt mjög yfir
skarðið. Við vorum svo heppnir að geta
stolið okkur hestum yfir ána í Norður-
dalnum og komum svo heim að Hlíðarenda
19