Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Blaðsíða 172
Múlaþing
Jón Björnsson bóndi i Hnefilsdal. Eig. myndar:
Auður Jónsdóttir.
með henni dóttir hennar i 1 ára, en inni í
baðstofunni fólk allt í fastasvefni. Þær
mæðgur höfðu lokið störfum og bjuggust til
að ganga til náða.
Með ljósið í annarri hendi lýkur amma
upp eldhúshurðinni en um leið heyra þær
mæðgur að ruðzt er inn í bæinn. Það söng í
útidyraklinkunni eins og vant var að gera
þegar gengið var um dymar. Hundamir æddu
upp og fram á móti þeim er inn kom. Þær
mæðgur fundu kuldastroku leggja inn öll
göngin. Þær heyra þrammað eins og á frosnum
skóm, og freðinn fatnaður nuddist út í veggina
með ískri og skruðningum. Hundarnir ólmast í
þessu sem á ferðinni var, og þegar það fer
framhjá þeim inn göngin leggur frá því
heljarkulda. Litla stúlkan verður ofsahrædd.
„Hvað er þetta mamma?“ hrópar hún og
grípur í móður sína. „Það er ekkert, góða mín
sem þú þarft að vera hrædd við. Það gerir
okkur ekkert íllt. Betur að einhver vœri nú ekki
að verða úti í þessu veðri.“ Þegar þessu var
lokið og aftur orðið hljótt gengu þær mæðgur
til baðstofu og tóku á sig náðir.
Mikil dulúð tengist þessari frásögn.
I beinni stefnu frá Miðheiðarhálsenda við
Fjallsselsveg, en nokkm austar er Tindafell.
Norðan við það eru allmiklir flóar samnefndir
fellinu. Austast í þessum flóadrögum á upptök
sín lækur sá er skilur lönd milli Skeggjastaða
og Teigasels. Heitir hann Grásteinslækur;
hann fellur þvert niður heiðina og sameinast
Teigará þar sem hún kemur sunnan heiðina og
fellur til norðurs. Smálægð er í bakka einnar
lækjarsytrunnar sem myndar Grásteinslækinn.
Jón nefnir að bein Guðrúnar og munir hafi
verið á bakka Grásteinslækjar. Lækur sá
sem hér um ræðir heitir Grástrákslækur,
a.m.k hefur hann heitið svo frá árinu 1883.
Ég hefí undir höndum ljósrit af þinglýstri
landamerkjaskrá fyrir Teigasel frá árinu
1883, en þar segir m.a, „Landamerki fyrir
Teigaselslandi í Norður-Múlasýslu: Að
framan ræður Teigará upp að Grástrákslæk
og hann svo þaðan beina stefnu til
miðheiðar“... Samsvarandi er um landa-
merki Skeggjastaða, nema, ,Að utan ræður
Teigará að Grástrákslæk“ o.s.frv... Þá hefi
ég einnig undir höndum þinglýst svokallað,
„Endurrit landamerkj'abókar fyrir landa-
merki Teigasels. Að vestan ræður Teigará
neðan firá Jökulsá þar til Grástrákslœkur
fellur í hana, þaðan ræður Grástrákslækur
suður á Fjórðungsháls, þaðan bein lína
suður í Tröllagjót“... ,f>inglesið á Skjöld-
ólfsstaðamanntalsþingi 27.júlí 1922“
Nú er það raunar svo að bein Guðmnar
og munir voru ekki við margnefndan
Grástrákslæk, heldur heitir lækjarlæna sú
Sauðabanalækur, ég segi læna vegna þess
að þar hagar svo til að land er þama
hallalaust á kafla og vatnið í lænunni
straumlaust.
Grástrákslækur á upptök sín urn 450 m.
utan og neðan við þann stað þar sem beinin
170