Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Blaðsíða 33
Mjólkurbúið á Egilsstöðum
Mjólkurstöðin á Egilsstöðum. Eigandi myndar: Egill Gunnarsson.
var að sameina fyrirtæki. Mjólkuriðnaðurinn
hefur í gegnum tíðina verið að sameinast
meira og meira innan frá, því allt sölukerfi fór
sameiginlega fram.
Mjólkursamsalan í Reykjavík var að
selja vörur samlaganna, allar sýrðu vörumar
til dæmis. Það var verið að framleiða eina á
Akureyri, eina á Húsavík eina í Búðardal eina
á Selfossi svo fór þetta allt i Samsöluna og var
selt út þaðan. Sama með ostana, það var
sameignlegt fyrirtæki, Osta og smjörsalan.
Þangað fóra allir ostar og var dreift þaðan.39
Þannig má ganga út frá því að salan hafi
verið hagræðing fyrir heildina, enda
þróuðust síðan málin þannig eins og flestir
vita að öll samlögin eru komin undir einn
hatt, Mjólkursamsöluna. Því gefur auga leið
að mikil hagræðing er komin í fram-
leiðsluna. I stað þess að allir séu að reyna að
framleiða alla línuna fyrir sinn heima-
markað getur eitt mjólkurbúið séð um að
framleiða ost, annað smjör o.s.frv.. Einnig
næst mikil hagræðing í flutningi, þegar
M.S.K.H.B. var og hét, þurfti það að kaupa
sérstaklega flutning fyrir vörur sem fóru á
markað annars staðar á landinu. I kjölfar
sameininga í rekstri geta þessi samlög
samnýtt ferðir sem þau eru að fara.
Mjólkurstöðin á Egilsstöðum í
tilvistarkreppu
Á haustdögum 2007 bámst fréttir af því að
M.S. ætlaði sér að hagræða enn frekar í
rekstri sínum og liður í því væri að leggja
niður mjólkurvinnslu á Egilsstöðum. Eftir
hörð viðbrögð bænda, sveitastjórnarmanna
og annarra ákváð M.S. að hætta við það, en
í stað þess breyta rekstrinum þannig að
pökkun á mjólk yrði hætt en ostur yrði eina
vörategundin sem mjólkurbúið á Egils-
stöðum mundi framleiða. Hjá Mjólkur-
stöðinni á Egilsstöðum eru íjórtán stöðu-
gildi og 29 framleiðendur leggja inn mjólk
þangað. Innlagnir í mjólkurbúið árið 2006
námu um 4,7 milljónum lítra, eða um
íjóram prósentum af þeim 117 milljónum
lítra sem lagðir vora inn í stöðvar M.S. á
31