Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Blaðsíða 141
Jón B.Guðlaugsson
„Um stundarsakir settir
af Guði í þennan heim...“
Margt er það í koti karls sem kóngs
er ekki í ranni. Einatt hvarfla að
mér þessi fornu sannindi er ég
grúska í eftirlátnum gögnum Eiríks fræði-
manns Eiríkssonar frá Dagverðargerði sem
féll frá haustið 2007. Má með sanni segja að
hann hafi haft næmt auga fyrir minjagildi
margs sem aðrir hefðu ekki hirt um að halda
til haga.
í skjalasafni hans er meðal annars að
finna tvær líkræður eftir löngu horfna
merkismenn í Hróarstungu 19. aldarinnar-
og aukinheldur húskveðju eftir annan
þeirra. Hér eiga í hlut þeir Sigfiís Þorkels-
son, bóndi á Straumi (1835-1872) og
Eiríkur Eiríksson (1832-1903) sem jafnan
var kenndur við Vífilsstaði, leigu-jörðina
er hann sat lengstum. Þeir Sigfús og Eiríkur
voru mágar, Sigfús var kvæntur Björgu,
systur Eiríks á Vífilsstöðum.
,Jlver kynslóð af kynslóð fellur, hún
kyssir, starfar og deyr.“ Líkræður mega
teljast áhugaverð heimild um hina látnu,
auk þess sem þær eru einnig nrerkilegur
vitnisburður um stílbrögð og önnur efnistök
höfundanna; þeirra guðsmanna sem
önnuðust útförina. í þessu tilfelli voru það
engir aukvisar, nefnlega Kirkjubæjarklerk-
amir sr. Hjálmar Þorsteinsson (1814-1888)
sem prestur var á Kirkjubæ í Hróarstungu
frá 1870 til 1883 og ættfræðingurinn og
mannvinurinn séra Einar Jónsson
(1853-1931) en hann þiónaði Kirkjubæ frá
1889 til 1909.
Víkjum fyrst að Sigfúsi forföður mínum
Þorkelssyni. Um hann hef ég ekki getað
grafíð upp miklar heimildir umfram þær er
fram koma í eftirmælum séra Hjálmars. í
Niðjatali Gunnhildargerðisœttar má lesa að
hann var fæddur 9. janúar 1835, sonur
hjónanna Ingibjargar Jónsdóttur og Þorkels
Sigurðssonar ábúenda í Njarðvík í Borgar-
fírði eystra.1 Sigfús kvæntist ekkjunni
Björgu Eiríksdóttur á Nefbjamarstöðum í
Hróarstungu 17. október 1860. Vorið 1865
fluttust þau hjón að Straumi með fimm böm
sín auk Katrínar, dóttur Bjargar af fyrra
hjónabandi. Þar fæddist þeim svo yngsta
bamið, stúlka er skírð var Guðlaug María,
6. ágúst 1865. Tæpum sjö ámm síðar, 2.
apríl 1872, féll svo heimilisfaðirinn frá,
aðeins 37 ára að aldri, líkast til úr sullaveiki
sem hrjáð hafði hann um árabil. Björg bjó
þá áfram að Straumi til ársins 1877 en þá
um sumarið lést elsti sonur þeirra Sigfúsar,
Kristján Eiríkur, á sextánda ári. Flutti hún
* Raunar ber heimildum ekki saman um fæðingarár Sigfúsar. Séra Hjálmar telur hann fæddan árið 1833 og í nafnaskrá með
Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar telur Eiríkur Eiríksson frá Dagverðargerði hann fæddan 1837.
139