Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Blaðsíða 94
Múlaþing
Viðbót:
Jón fróði og þjóðsögurnar
Jón Sigurðsson í Njarðvík varð einna
fyrstur til að skrá þjóðsögur á Austurlandi,
líklega mest fyrir tilstilli Sigurðar Gunnars-
sonar (1812-1878) prests á Desjarmýri og
síðar á Hallormsstað, sem var í bréfa-
sambandi við Jón Ámason bókavörð og
þjóðsagnasafnara, en engin bréfaskipti
virðast hafa átt sér stað milli þeirra nafna.
I ritinu Ur fórum Jóns Arnasonar 1-11
(1950-51) eru nokkur bréf frá séra Sigurði
til Jóns Ámasonar, rituð á árunum 1859-
1862. Þar minnist Sigurður nokkrum
sinnum á Jón í Njarðvík. í fyrsta bréfmu, frá
10. jan. 1859 ritar hann: „Hér er einn
fræðimaður, sem væri fús til að safna, en
mér er nauðugt að níðast á honum, nema eg
gæti borgað honum vel. Hann er bláfátækur
bamamaður og á því ætíð annríkt, eins og
von er. En það tekur tíma að skrifa margar
sögur, þulur og kvæði.“ Á þetta bréf hefur
Jón Árnason ritað: „Jón Borgfirðingur
skrifar 8/2 '59: Jón Sigurðsson í Njarðvík,
annexíu síra S. Gunnarssonar, á mest safn af
öllu gömlu msli og er manna fróðastur.“
í öðmm bréfum Sigurðar kemur fram að
Jón í Njarðvík hefur ritað þjóðsögur að
beiðni hans. Langflestar þjóðsögur Jóns
fróða eru úr umhverfí hans í Borgarfírði,
Njarðvík og á Uthéraði. I skýringum við
sögumar í hinni nýju útgáfu (1958-61) er
mjög sjaldan getið um heimildarmenn Jóns
fróða, en eftir öðmm heimildum að dæma
hefur hann haft margt eftir Hjörleifí
Árnasyni sterka. Við sögumar af Skessunni
í Mjóafirði hefur hann ritað: „Að garnni
mínu hef ég tínt saman það heyit hafði af
Mjóafjarðarskessu, eftir ýmsum mönnum,
svo þótt missagnir finnist miklar verður
ekki að gjört.“
I þjóðsögusafninu Huld, sem út kom
1890-98, minnist Olafur Davíðsson á Jón í
Njarðvík, í skýringum við kafla um
Bustarfellsætt (bls. 107-115 í I. bindi, 2.
útg. 1935) sem hann segir mestmegnis
tekinn eftir blöðum með hendi hans, er
hann sendi Jóni Ámasyni.
I Sagnakveri Björns Bjarnasonar frá
Viðfirði (I-II), sem út kom 1900 og 1903, er
Jóns hvergi getið sem sögumanns eða
skrásetjara.
I Þjóðsagnasafni Olafs Davíðssonar,
sem byrjaði að koma út 1895, í aukinni
útgáfu 1935 og loks í heild sinni 1945 (2.
útg. 1978-1980), em nokkrar sögur eftir
handriti Jóns í Njarðvík, þ.e.: Alfkonan á
Axai'vegi (I, 9), Skrímslið í Lagarfljóti (I,
147), Galdra-Ingibjörg og niðjar hennar
(Eftir sögn Hjörleifs sterka að mestu leyti.
II, 174-179), Magnús sálarháski (fyrsti
hluti, III, 167), Hljóða-Bjarni Pétursson
(Fyrri hluti. III, 204). Þær em nær allar
teknar eftir handritum úr safni Bókmennta-
félagsins í Khöfn, sem Jón Sigurðsson
forseti safnaði.
I Þjóðsagnasafni Sigfúsar Sigfússonar
er alloft minnst á „Jón fræðimann í
Njarðvik“ sem Sigfus kallar jafnan svo, og
visað til sagna hans, en engin saga í safninu
er beinlínis tekin upp eftir honum, enda
munu þeir lítið eða ekkert hafa þekkst. I
hinum ágæta sagnaþætti Sigfúsar af
Hafnarbræðmm, er Jóns getið sem eins af
fjölmörgum heimildarmönnum, og á einum
stað í þættinum ritar Sigfús þetta um
Hjörleif: „Hann var vinur mikill Sigurðar,
sonar Jóns Brynjólfssonar, og heimsótti
hann og Jón son hans, bæði meðan þeir
voru í Hólshjáleigu og á Hóli. Einkum
heimsótti Hjörleifur þó Jón, er hann hafði
eignast Sigþrúði, dóttur Sigurðar Gísla-
sonar, frændkonu Hjörleifs, og var farinn að
búa i Njarðvík. Jón var gáfumaður mikill,
mjög fróðleiksgjam og að flestu að skapi
Hjörleifs. Löngum las Jón honum í bókum.
92