Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Blaðsíða 86
Múlaþing
Anna Helgadóttir organisti og símavörður á
Borgarjirði. Anna var mjög söngelsk eins og loðað
hefur við afkomendur Jóns allt fram á þennan dag.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
Jón sagði þá frá, jöfnum höndum og las upp
úr syrpum sínum, sagnir og kveðskap.“
Séra Einar Jónsson, seinna prófastur á
Kirkjubæ, heimsótti Jón oft á skólaárum
sínum, og dvaldi þar dögum saman til að
fræðast um ættir Austfirðinga. Jón lánaði
honum sínar skrifuðu heimildir, en þær
fórust í brunanum á Kirkjubæ, að sögn.
Járngerður móðir séra Einars hélt svo mikið
upp á Jón, að hún sendi honum öll bréf frá
syni sínum til lestrar, meðan hann var í
skóla. Þorbjörg segir svo á einum stað:
„Mér er óskiljanlegt hvar Jón gat komið
bókum sínum fyrir i þessari baðstofukytru,
eða hvemig hann fór að skrifa innan um
allan þann eril, sem þama var.“
Fimm bæir voru í Njarðvík, og oftast
munu hafa verið þar milli 50 og 60 manns.
Þetta var allt sami ættleggurinn. Fólkið
gekk þama út og inn, svo hægt er að geta
sér til um næði til ritstarfa. Engin klukka
var í Njarðvík, nema Jón átti eitt þetta átta
daga úr, sem kallað var ,bestilla‘, og þótti
að því mikil bót.
Jón og Sigþrúður áttu 9 böm og 8 þeirra
komust upp. Þau voru öll dugleg og
mannvænleg. Sumt af þeim fór til Ameríku.
[Börn Jóns og Sigþrúðar voru þessi:
Gísli, Sigurður, Helgi, Þorkell, Sigurjón,
Sigurlaug, Guðríður og Kristín. Þau voru
öll dugleg til vinnu og mannvænleg, en
þóttu ekki greind fram yfir meðallag. Þau
fóru flest til Ameríku. [...] Sigurður var svo
sterkur, að enginn þóttist vita afl hans.
Þorkell bróðir Jóns byggði upp að Stekk, og
bjó þar. Þorkell var minni maður á velli en
Jón, þó vel fær. Greindur var hann í bezta
lagi.. / Úr Syrpu H.P., 1965, bls. 127]
Þorbjörg heldur að Sigurlaug dóttir Jóns
hafi fengið eitthvað af bókum hans og
handritum, og það hafi lent með henni til
Ameríku. Eitthvað lítið náðist af þessu
aftur, fyrir milligöngu Jóns Sigurjónssonar
prentara, en hitt mun hafa glatast. Handrit
Jóns munu því að mestu hafa glatast. [Jón í
Njarðvík lést 7. janúar 1883]
Samskipti Jóns og Einars Jónssonar
ættfræðings
Hér á undan hefur verið drepið á kynni
þeirra Jóns í Njarðvík og séra Einars
Jónssonar. Eftir sögn ættmenna Jóns, ber
ekki saman um viðskipti þeirra, hvað
viðkemur Ættum Austfirðinga. Það eins og
gægist fram að kannski hafi Jón átt þar
meiri þátt en fram hefur komið. Þetta skifti
raunar ekki miklu máli, því hvergi var sá
fróðleikur betur kominn en hjá séra Einari.
Mig langar samt til að fara nokkrum orðum
um þennan þverbrest í sögn ættmanna Jóns,
og orðum séra Einars sjálfs.
I formála fyrir Ættum Austfirðinga segir
séra Einar orðrétt: „Þegar ég var kominn í
skóla var ég eystra á sumrum og vann að
84
i