Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Blaðsíða 129
Ágrip af sögu Rafveitu Reyðarfjarðar
fylgihluti. Svo er að sjá, að upphaflegt verð
hafí verið kr. 7000.00, en í bréfí dagsettu
þann 11. maí 1940. frá Höskuldi Baldvins-
syni er búist við einhverri hækkun. En
túrbínan frá Steðja kostaði samkv. reikningi
kr. 6400.00 og sambandsstykki til að tengja
hana við þrýstivatnspípuna kr. 1600.00.
Úttekt á þessari nýju vélasamstæðu fór fram
24. ágúst 1940 samkvæmt eftirfarandi
vottorði: ,fg undirritaður hefi, samkvcemt
beiðni hr. rafstöðvarstjóra Frímanns
Jónssonar, skoðað uppsetningu hinnar nýju
vélasamstœðu í rafstöð Reyðarjjarðar og er
frágangur hennar og tilhögun samkvæmt
gildandi kröfum. Enn fremur gerði ég
mælingar á vatnsrennsli til vatnsaflsvélar
við fulla hleðslu (málraun) rafala með þeim
árangri, að vatnsrennslið var í fullu
samrœmi við afköst vatnsaflsvélar og
ástimplaðri vatnsneyslu miðað við þá
fallhœð, sem jyrir hendi er.
Skoðun þessi fór fram þ. 24. ágúst
síðastl.“
Seyðisfirði 14. sept.1940.
Hjörtur Sigurðsson.
Af bréfí frá Vélsmiðjunni Steðja
dagsettu 12. febrúar 1941 má ráða, að
Frímann hefur lýst ánægju sinni með
túrbínuna frá þeim. í þessu bréfi segir
meðal annars: „Þaó gleður oss að heyra,
hversu vel túrbínan frá oss reynist, sem oss
kemur þó ekki á óvart, þar sem vér
vönduðum sérstaklega til hennar að öllu
leyti.“ Eins og hér kemur fram hefur
stækkun rafstöðvarinnar tekist vel, en þó er
rafstöðvarstjórinn ekki ánægður með ástand
rafmagnsmála á Reyðarfirði eins og fram
kemur í bréfí hans til rafveitunefndar og
hreppsnefndar Reyðarijarðar dagsettu þann
11. nóv 1941, sem hér fer á eftir:
Eins og kunnugt er, mun rafveitumálum okkar
Reyðfírðinga að mörgu leyti orðið ábótavant.
Vildi ég með bréfi þessu gera tilraun til að lýsa
þeim eins og þau koma mér fyrir sjónir, ef
vera mætti, að það yrði til frekari umræðna og
athugana á því, hvað gera mætti til bóta. Frá
gömlu vélinni eru seld 115 Kw. eða 88% af
stærð hennar og tel ég það hámark þess, sem
hægt er að bjóða henni með sæmilegu öryggi,
og hefði fremur kosið mér 80% en hitt. Vegna
ómöguleika á að ná í lampa til spennustilli-
tækja vélarinnar er spennu hennar haldið um
400 volt, sem verður að teljast mjög lágt, þar
sem við bætist og að loftlína hennar, fram-
línan, var upphaflega aðeins gerð til flutnings
á 2/3 af orku hennar. Hjálpast því allt að til að
gera not orku hennar minni en skyldi, og
réttilega undan kvartað.
Frá nýju vélinni em seld eða lofuð um 52
Kw.eða rétt um 80%. Spennu hennar er haldið
um 420 volt og má það eftir atvikum teljast
sæmilegt um óspennustillta vél. Loftlína
hennar „útlínan“ er ónóg, en þó nær sanni en
framlínan. Samtals em þá seld 167 Kw. eða
um 85% af vélaafli beggja vélanna. Mönnum
kann nú að virðast þetta lágt og of lítið.
Reynslan er þó sú, að vélar sem þessar ganga
best, að ekki sé farið hærra, og almennt mun
talið hæfilegt að álagi þeirra sé haldið
kringum 80% af ástimplaðri stærð þeirra. Við
þetta bætist svo, að hemlar notenda em víða í
ólagi og sums staðar ónýtir. Er því alveg víst,
að álag vélanna eykst, þegar kólna tekur.
Margítrekaðar tilraunir til að ná í hemla síðan
stríðið hófst, hafa verið árangurslausar. Tel ég
mjög líklegt, að hemlaleysið ásamt öðm geti
valdið því, að erfitt verði að halda vélunum
gangandi nema að grípa til þess að lækka
spennu þeirra frekar en orðið er. Um
loftlínukerfi og heimtaugar er það að segja, að
hvort tveggja þarf mikilla aðgerða við, jafnvel
að öðm óbreyttu. Raflagnir í húsum og
neyslutæki hafa ekki verið skoðuð síðan 1935.
127