Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Blaðsíða 123
Ágrip af sögu Rafveitu Reyðarfjarðar
Bilað þrýstirör. Ljósmvndari og eigandi myndar: Jón Frímannsson.
Þegar þetta gerðist þurfti að fara upp að
stíflu og hreinsa klakann úr ristunum til að
auka vatnsrennslið á ný. Það kom oft fyrir,
að menn urðu að vera tímunum saman við
þetta kaldsama og erfiða verk í hvernig
veðri sem var, oft í svartamyrkri með
olíulukt til að lýsa sér með. Ég man eftir
því, þegar fyrst var farið að nota vasaljós
við þetta verk, hvað mönnum þótti það lýsa
betur og vera handhægara en olíuluktin
gamla.
Ekki mun í byrjun hafa verið byggt yfir
þessar ristar, og ekki veit ég, hvenær það
var gert, en ég heyrði talað um, að það hefði
verið mikill munur að fá þetta skýli, sem
sennilega er það sama og stendur enn.
Þrýstivatnspípan er 1100 metra löng og
efri hluti hennar er 45 cm víður, en neðri
hluti 40 cm. Hún er úr smíðajámi og varin
með strigavafí og biki. Samsetningar em
flansar, sem boltaðir eru saman og þéttir em
með gúmmíhringjum. I upphafi var þrýsti-
pípan höfð nógu víð til að bæta mætti síðar
við 100 hestafla vél án breytinga á henni.
Stöðvarhúsið var byggt í Stekkjargili. Rétt
fyrir ofan það sameinast tveir smálækir,
sem renna eftir því og koma til sjávar rétt
fyrir utan svokölluð Jóhansenshús (áður
Wathnehús). I þennan lækjarfarveg rennur
svo frárennslið frá stöðinni og segja má, að
aðstaðan fyrir þessa virkjun hefði ekki
getað verið betri eða einfaldari frá náttúr-
unnar hendi, þegar haft er í huga, að
þrýstivatnspípan liggur svo að segja beint
upp fjallið frá stöðvarhúsinu upp að stíflu.
Stöðvarhúsið var eins og þrýstileiðslan
byggt með það í huga, að hægt væri að bæta
við annarri vélasamstæðu síðar.
Upphafleg stærð þess var 5,5x18,8
metrar. Á suðurhlið hússins vom stórar dyr
til að koma vélunum inn í það, en á
austurenda þess voru göngudyrnar. Þegar
að því kom að nauðsynlegt varð að hafa
stöðuga gæslu allan sólarhringinn á stöðinni
121