Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Blaðsíða 41
Minjar um sjósókn við Héraðsflóa
bóndi á Ketilsstöðum í Hlíð veitti marg-
háttaða leiðsögn og upplýsingar og las yfír
greinina í handriti. Þorsteinn Bergsson
bóndi á Unaósi vísaði á gönguleið út á
Selvogsnes. Þeim sem aðstoðuðu mig í
ferðum, við skráningu og vinnslu þessarar
greinar kann ég bestu þakkir.
Hér á eftir verður fjallað um einstaka
útróðrarstaði með stuðningi af uppdráttum
og ljósmyndum og greint frá minjum sem
þar komu í leitimar.
Eiðaver
I Landnámu er þess getið að Uni, sonur
Garðars Svavarssonar, „tók land þar sem nú
heitir Unaós ...“.u Er talið að þar sé vísað til
óss Selfljóts en jörðin Unaós, sem frá 1942
hefur borið það nafn, var áður ætíð nefnd
Os og er þannig skráð í fasteignabókum.
Frá fomu fari hefur verið siglt inn um
Selfljótsós, enda gætir sjávarfalla allt inn
undir bæinn Klúku og sagnir em á kreiki
um skipalægi við Amarbæli í Klúkulandi.
Eiðaver er hins vegar á austurbakka
Selfljóts alllangt utan við bæinn á Unaósi.
A fyrstu öldum byggðar hefur Selfljótsós
eflaust verið allnokkru innar en síðar varð
vegna sandburðar og Eiðaver að líkindum
verið nærri ósnum.
Vel fer á því að helja yfírferð um
verstöðvar Héraðsmanna í Eiðaveri, sem
minnir á blómaskeið miðaldaútgerðar á
mótum 15. og 16. aldar. Þá kepptust
erlendar þjóðir við að kaupa sjávarafla af
íslendingum, fyrst Englendingar og síðar
Þjóðverjar studdir af dönskum yfír-
völdum.12 Nafn Margrétar ríku Þorvarðar-
dóttur tengist Eiðaveri eins og Fiskabjarg í
Borgarfírði og fleiri útver eystra. Hún er
Milli Eiðavers og Krosshöfða
ógreinilegsar tóftir ^ j
upphækkuð ‘ 1 tóft
Hvíteyri
0 10 40 m Hvíteyrarlœkur
Heimild: Fornleifastofnun íslands 1998
Milli Eiðavers og Krosshöfða. Fornleifaupp-
dráttur.
talinfædd 1491, sonardóttir Hákarla-Bjama
Marteinssonar, sem bjó á Eiðum eins og
Margrét síðar, auðmaður, kvæntur sonar-
dóttur Lopts ríka á Möðruvöllum.
Auðgaðist hann m.a. á hákarlaútgerð eins
íi
12
Landnámabók. íslenzk fomrit I. Reykjavík 1968, s. 299-300.
Bjöm Þorsteinsson og Guðrún Ása Grímsdóttir. Englendingar við ísland. Saga íslands V. Ritstjóri Sigurður Líndal. Reykjavík
1990, s. 13-32.
39