Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Blaðsíða 15
Úr Fljótshlíðinni á fótum tveim, fóru þeir og náðu heim...
Eyjólfs gamla meðal annars talaði hann um
trompgenga hesta og átti hann þar við
brokkara. Þetta kvöld var logn og gott
veður og ætlaði mýbitið alveg að gera mig
vitlausan. Eyjólfur gamli sagði að það væri
oft þreytandi, en verst væri það þó þegar
væri „hjúfurs“ væta. Svo stóð á mýinu, að
dálítið stöðuvatn, Vatnsbotn er þar upp í
hrauninu og renna úr því djúpir og lygnir
álar fast með fram Botnabænum, en mýið er
mest við vötn eins og kunnugt er. Veðrið:
Kyrrt veður. Ringing og þoka austur að
Múlakvísl en síðan úrkomulaust.
28. júní, föstudagur. Frá Botnum að
Núpsstað í Fljótshverfi
Við lögðum af stað í morgun kl. 9.40 með
sex hesta. Frá Botnum eru götutroðningar
nokkuð langan veg upp á braut þá er liggur
austur Skaftáreldahraunið. Firaunið er mjög
langt yfírferðar, en bílfær vegur í gegnum
það, þó að hann sé harður fyrir hestafætur.
Vegurinn kemur austur úr hrauninu rétt við
Skaftá. Norðan við ána er Síðan en
Landbrotið suður með hrauninu að austan.
Við áðum á „Svíra“ sem er fyrsti grasvegur
þegar hrauninu sleppir fast við Skaftá. Við
riðurn nú austur yfir Landbrotið, með
Skaftá, komum á leiðinni að Fiólmi og
fengum okkur kaffi. Brúin yfír ána er þar
litlu austar. Þegar farið er yfír, er
Kirkjubæjarklaustur á vinstri hönd, nokkuð
vestur með Skaftá að norðan. Á Klaustri var
búið að slá dálítinn blett en annars var
sláttur ekki byrjaður austur þar. Þegar
komið er yfir Skaftá, eru menn komnir á
Síðuna. Fyrst tekur við sandur, Stjómar-
sandur. Austur sandinn rennur smá á, nefnd
Stjóm. Reyndar heitir áin Breiðbalakvísl
þegar kemur þar ofan á sléttuna. Síðan
skiptist í: Út-Mið- og Austur-Síðu. Sveitin
er öll mjög fögur, einkum Mið-Síðan. Þar
er Prestbakki og liggur vegurinn þar fast
Hannes Jónsson bóndi og póstur á Núpsstað.
Ljósmyndari: Auðunn Einarsson. Eigandi myndar:
Ljósmyndasafn Austurlands.
fyrir ofan túnið. Prestbakki er skammt fyrir
ofan og austan Stjómarsand. Austarlega á
Austur-Síðunni er bærinn Foss, þar
skammt frá neðan við veginn eru Dverg-
hamrar. Þeir eru taldir fegursta stuðlaberg á
landinu. Við áðum við Dverghamra og átum
þar síðasta nestið frá Sámsstöðum. Litlu
austar er farið fyrir Fossnúp. Þar endar
Síðan og tekur við austari álnra Skaftár-
eldahraunsins. Þegar farið er fram með
Fossnúp, er hóll til hægri handar fram á
láglendinu kallaður Orustuhóll. Meðfram
Núpnum að austan renna svo nefndir
13