Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 15

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2009, Page 15
Úr Fljótshlíðinni á fótum tveim, fóru þeir og náðu heim... Eyjólfs gamla meðal annars talaði hann um trompgenga hesta og átti hann þar við brokkara. Þetta kvöld var logn og gott veður og ætlaði mýbitið alveg að gera mig vitlausan. Eyjólfur gamli sagði að það væri oft þreytandi, en verst væri það þó þegar væri „hjúfurs“ væta. Svo stóð á mýinu, að dálítið stöðuvatn, Vatnsbotn er þar upp í hrauninu og renna úr því djúpir og lygnir álar fast með fram Botnabænum, en mýið er mest við vötn eins og kunnugt er. Veðrið: Kyrrt veður. Ringing og þoka austur að Múlakvísl en síðan úrkomulaust. 28. júní, föstudagur. Frá Botnum að Núpsstað í Fljótshverfi Við lögðum af stað í morgun kl. 9.40 með sex hesta. Frá Botnum eru götutroðningar nokkuð langan veg upp á braut þá er liggur austur Skaftáreldahraunið. Firaunið er mjög langt yfírferðar, en bílfær vegur í gegnum það, þó að hann sé harður fyrir hestafætur. Vegurinn kemur austur úr hrauninu rétt við Skaftá. Norðan við ána er Síðan en Landbrotið suður með hrauninu að austan. Við áðum á „Svíra“ sem er fyrsti grasvegur þegar hrauninu sleppir fast við Skaftá. Við riðurn nú austur yfir Landbrotið, með Skaftá, komum á leiðinni að Fiólmi og fengum okkur kaffi. Brúin yfír ána er þar litlu austar. Þegar farið er yfír, er Kirkjubæjarklaustur á vinstri hönd, nokkuð vestur með Skaftá að norðan. Á Klaustri var búið að slá dálítinn blett en annars var sláttur ekki byrjaður austur þar. Þegar komið er yfir Skaftá, eru menn komnir á Síðuna. Fyrst tekur við sandur, Stjómar- sandur. Austur sandinn rennur smá á, nefnd Stjóm. Reyndar heitir áin Breiðbalakvísl þegar kemur þar ofan á sléttuna. Síðan skiptist í: Út-Mið- og Austur-Síðu. Sveitin er öll mjög fögur, einkum Mið-Síðan. Þar er Prestbakki og liggur vegurinn þar fast Hannes Jónsson bóndi og póstur á Núpsstað. Ljósmyndari: Auðunn Einarsson. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands. fyrir ofan túnið. Prestbakki er skammt fyrir ofan og austan Stjómarsand. Austarlega á Austur-Síðunni er bærinn Foss, þar skammt frá neðan við veginn eru Dverg- hamrar. Þeir eru taldir fegursta stuðlaberg á landinu. Við áðum við Dverghamra og átum þar síðasta nestið frá Sámsstöðum. Litlu austar er farið fyrir Fossnúp. Þar endar Síðan og tekur við austari álnra Skaftár- eldahraunsins. Þegar farið er fram með Fossnúp, er hóll til hægri handar fram á láglendinu kallaður Orustuhóll. Meðfram Núpnum að austan renna svo nefndir 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.