Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 15

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 15
Hjörleifur Guttormsson T íkar-Mangi Um bága æsku og rysjótta ævi Magnúsar Pálssonar Tíkar-Mangi! Tíkar-Mangi! tveir eru hérna menn á gangi og eru svona aumir snáðar, ekkert vita þeir fáráðar. Gaman, gaman, gleðjumst nú, gott er að koma' á prófasts bú! essi vísa Jónasar Hallgrímssonar' er mér í minni frá æskudögum á Hall- ormsstað þótt ekki væru mér þá ljós tengsl mín við Manga þennan sem okkur bömum var sagt að hefði drukknað í Gilsá inn frá Buðlungavöllum. Jók það nokkuð á virðingu okkar fyrir Gilsá sem að jafnaði var fremur meinleysisleg en þó ólíkt vatnsmeiri en lækirnir í skóginum heima fyrir. Jónas ferð- aðist um Austurland sumarið 1842 og lagði í haf frá Eskifirði þá um haustið í hinstu ferð sína frá ættlandinu. Hann kom tvívegis við í Vallanesi hjá Guttormi Pálssyni prófasti, var þar um kyrrt 26. - 28. ágúst og gisti aftur eina nótt í október á leið frá Hengifossi og Brekku í Fljótsdal til Eskiijarðar.2 Sennilega var það í fyrra skiptið að fundum náttúmfræðingsins 1 Jónas Hallgrímsson. Ritsafn. Ljóðmœli. Tómas Guðmundsson gafút. Reykjavík 1948, s. 275. Jónas Hallgrímsson. Ritverk II. Bréf og dagbœkur. Reykjavík 1989, s. 505-517. og Magnúsar Pálssonar bar saman á prófasts- búinu. Sigfús þjóðsagnaritari segir að Jónas hafi kveðið vísuna til Magnúsar þar á staðnum og ijórða vísuorðið „ekkert vita þeir fáráðar“ sé „stafrétt orð Magnúsar sem einkunnir er hann gaf heldri mönnum og höfðingjum.“3 Það var reyndar ekki óvanalegt að Magnús væri staddur í Vallanesi, því að eins og brátt verður að vikið var hann albróðir Guttorms prófasts og því langalangafabróðir þess sem hér heldur á penna. Fyrst þegar vísan birtist á prenti 1883 var þess getið að hún væri einkum höfð með af því hún sé rnikið sungin á Islandi og þá undir sama lagi og Litla Dóra, önnur vísa eftir Jónas.4 Geta má þess að vel fór á með Guttormi og Jónasi eins og sá síðarnefndi vottar í dagbók sinni frá ágústdögunum. „Ég ræddi hér margt og mikið við Guttomr prófast Pálsson, lærðan mann og vel að sér um náttúrufræði,...“ Hlið- stæð lofleg ummæli um Guttorm fínnast í mörgurn samtímaheimildum, þar á meðal í ferðabókum erlendra rnanna sem hann hittu að máli. Má þar til nefna Henderson hinn 3 íslenskarþjóðsögur ogsagnir. Sigfús Sigfússon. Ný útgáfa VIII, s. 345. 4 Ljóðmœli og önnur rit eptir Jónas Hallgrímsson. Khöfn 1883. 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.