Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 20

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 20
Múlaþing Hefðarfrúr á gangi í Kaupmannahöfn með kjölturakka í bandi. Teikning: Edda Oskarsdóttir. ast gagnárás Dana. Magnús var afar róm- sterkur og áður kom að næsta áhlaupi öskraði hann á íslensku með ógnarröddu: „Nú fýrar íslandsmann!“ Við þessi óvæntu hljóð litu óvinasoldátarnir upp til að sjá hverju þetta sætti. Dundu þá á þeim skotin og féllu þeir unnvörpum og snerist stríðsgæfan Dönum í vil þann daginn. Hermt er að Magnús hafí þótt dugandi hermaður og komist til nokkurra mannvirð- inga. Kvaðst hann sjálfur að sögn hafa verið valinn í lífvarðalið konungs ásamt með félaga sínum Hans Evertssyni. Tengdu menn það síðar viðurnefninu vaktari sem áður getur. 1 óeirðunum í Kaupmannahöfn þessi árin segja menn að Magnús hafi af snarræði bjargað kvenmanni sem kastaði sér út um glugga er skotið var á borgina og kviknaði í húsi hennar. Hún hét Dýrfínna Magnúsdóttir ættuð úr Gullbringusýslu. Tókust með þeim samvistir. Mun hún áður hafa búið hjá manni sem stundaði hundarækt og sjálf fengist við það starf eftir að hún tók saman við Magnús. Þá var mikil tíska að hefðarfrúr og heimasætur tækju kjölturakka sér til dægrastyttingar og hefðu með sér i bandi hvert sem þær fóru. Þennan sið vildi Magnús innleiða hér eftir endurkomu til Islands. Hafði hann meðferðis hvoipa í „lummunum“16 á ferðum sínum og vildi gefa vinkonum sínum. Um hvolpana orti hann m.a.: Heitir Netta, hún er skvettu-tetur, dóttir Perlu dyggðarík, dávœn verður stofutík. Af þessu fékk hann viðurnefnið Tíkar- Mangi.17 Eftir heimkomuna bjó Magnús með Dýr- finnu, fyrst í tvö ár í Stóru-Breiðuvíkurhjá- leigu á Utsveit í Hólmasókn, en Guttormur bróðir hans var þá prestur á Hólmum. Vorið 1818 flytjast þau í húsmennsku að Brekku- gerðishúsum (Húsum) í Fljótsdal. Kastaðist þar mjög í kekki milli þeirra skötuhjúa og slitu þau samvistir vorið 1820. Var Dýrfinna upp frá því á sveit og andaðist sem sýsluómagi af „kolbrandi“ á Reyðarfirði árið 1835.18 Magnús var áfram á Húsum í Fljótsdal næstu árin en vorið 1826 er hann kominn til Vopnafjarðar og var með heimilisfesti þar í kaupstaðnum þau 20 ár sem hann átti eftir ólifað. Um tíma var hann til húsa hjá Nielsen verslunarstjóra og þá talinn bágur á geði, jafnvel hálfbrjálaður skv. húsvitjunarbókum. Vorið 1834 tók Magnús, sem orðinn var 55 ára, saman við fimmtuga ekkju sem hét Jóhanna 16 „Lumma“ hér eflaust dregið af dönskunni lomme, þ.e. vasi, en sumir skilið svo að ætti við hvolpana. 17 Lífs- og œfisaga Magnúsar Pálssonar III. Eptir Jón Jónsson lækni. BlandalV. Reykjavík 1928-1931, s. 38-39. 18 Eptir séra Einari prófasti á Hofi. Blanda IV. Reykjavík, s. 24. 18
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.