Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 21

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Side 21
Tíkar-Mangi Brimhorn, húsið til vinstri. Þá „Fiskehuset" og Kaupvangur t.h. Ljósm. Ólafur Methúsalemsson, tekin um 1930-1935. Ur vörslu Halldórs K. Halldórssonar. Jónsdóttir frá Vaði í Reykjadal og gengu þau í hjónaband þremur árum síðar. Heimili þeirra var í húskofa í kauptúninu sem nefndist Brimhom, en Magnús kallaði ýmist Paradís eða Horngrýti eftir því hvemig á honum lá. Sambýliskonan Jóhanna var líkt og Magnús sögð geðstirð og heldur fákunnandi í guðsorði, þó skikkanleg og ráðvönd þegar best lét. Hún lifði lengi mann sinn og hélt til í Brimhorni til dauðadags haustið 1875, þá á níræðisaldri.19 Húsið Brimhom stóð fram yfir 1940 en var þá rifið (sjá myndir). Þrátt fyrir misjafnar umsagnir presta ber heimildum saman um að Magnús hafi ekki verið illa þokkaður af almenningi, sagður greiðamaður, góðgerða- samur og áreiðanlegur og dauðtryggur vinum sínum. Nánustu skyldmennum reyndist hann hins vegar erfiður, áleit þau hafa sölsað undir sig, a.m.k. að hluta til, bæði rnóður- og föð- urarf sinn, en Sigríður móðir hans sem talin hafði verið sæmilega efnuð dó 1811 meðan Magnús var enn erlendis. I þessurn hópi óvildarmanna var Guttormur Þorsteinsson prófastur á Hofi í Vopnafírði, bróðir Hjörleifs prests sem mest tugtaði Magnús til í æsku. Vopnafjarðarkaupmenn höfðu til siðs að flagga fyrir prófasti þegar hann færði þeim innlegg sitt, en þá setti Magnús upp stöng á kofa sinn í kauptúninu og krækti efst á hana hlandkoppi. - Bróðir Magnúsar, Guttormur Pálsson prófastur og kona hans Margrét Vig- fúsdóttir Ormssonar sem þá voru komin frá Hólmurn í Vallanes reyndust hins vegar ekki vera í þessum fjandaflokki og kom Magnús tíðum við hjá þeim hjónum á ferðum sínum um Hérað. Magnús var bókvís og vel hagmæltur. A Landsbókasafni er m.a. varðveitt handrit eftir hann með uppskrift af Laxdæla sögu og rímabálkum. Nokkrir kviðlingar og vísur eftir hann hafa lifað í munnmælum og komist á prent. Fengu skyldmenni og meintir arfræn- ingjar að kenna á hagyrðingnum Magnúsi. Dæmi um það eru „eftirmæli“ sem hann orti um séra Vigfús Ormsson meðan sá enn var á lífi og hljóða þannig: Kámugur Fljótsdals kúgarinn kominn er innst í Niflheiminn. Hann syrgja engir hér í sveit, hans sakna fáir, það eg veit. Hann svelgdi ekkna herleg bú; hann grætti auma, bútið er nú.20 Ekknabúið sem hvarf í meinta hít Vigfúsar vísar augljóslega til Sigríðar móður Magnúsar. Vigfús andaðist níræður á Arnheiðarstöðum 1841, þá blindur og karlægur, og bætti Magnús þá enn við eftirmælin: Sama IV, s. 34. 20 Fleiri útgáfur eru þekktar af vísu þessari, sem greinilega hefur flogið víða. Sjá m.a. þjóðsögur Sigfúsar, s. 348. 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.