Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2010, Page 21
Tíkar-Mangi
Brimhorn, húsið til vinstri. Þá „Fiskehuset" og Kaupvangur t.h.
Ljósm. Ólafur Methúsalemsson, tekin um 1930-1935. Ur vörslu
Halldórs K. Halldórssonar.
Jónsdóttir frá Vaði í Reykjadal og
gengu þau í hjónaband þremur árum
síðar. Heimili þeirra var í húskofa í
kauptúninu sem nefndist Brimhom,
en Magnús kallaði ýmist Paradís
eða Horngrýti eftir því hvemig á
honum lá. Sambýliskonan Jóhanna
var líkt og Magnús sögð geðstirð
og heldur fákunnandi í guðsorði, þó
skikkanleg og ráðvönd þegar best
lét. Hún lifði lengi mann sinn og
hélt til í Brimhorni til dauðadags
haustið 1875, þá á níræðisaldri.19
Húsið Brimhom stóð fram yfir 1940
en var þá rifið (sjá myndir).
Þrátt fyrir misjafnar umsagnir
presta ber heimildum saman um
að Magnús hafi ekki verið illa þokkaður af
almenningi, sagður greiðamaður, góðgerða-
samur og áreiðanlegur og dauðtryggur vinum
sínum. Nánustu skyldmennum reyndist hann
hins vegar erfiður, áleit þau hafa sölsað undir
sig, a.m.k. að hluta til, bæði rnóður- og föð-
urarf sinn, en Sigríður móðir hans sem talin
hafði verið sæmilega efnuð dó 1811 meðan
Magnús var enn erlendis. I þessurn hópi
óvildarmanna var Guttormur Þorsteinsson
prófastur á Hofi í Vopnafírði, bróðir Hjörleifs
prests sem mest tugtaði Magnús til í æsku.
Vopnafjarðarkaupmenn höfðu til siðs að
flagga fyrir prófasti þegar hann færði þeim
innlegg sitt, en þá setti Magnús upp stöng á
kofa sinn í kauptúninu og krækti efst á hana
hlandkoppi. - Bróðir Magnúsar, Guttormur
Pálsson prófastur og kona hans Margrét Vig-
fúsdóttir Ormssonar sem þá voru komin frá
Hólmurn í Vallanes reyndust hins vegar ekki
vera í þessum fjandaflokki og kom Magnús
tíðum við hjá þeim hjónum á ferðum sínum
um Hérað.
Magnús var bókvís og vel hagmæltur.
A Landsbókasafni er m.a. varðveitt handrit
eftir hann með uppskrift af Laxdæla sögu og
rímabálkum. Nokkrir kviðlingar og vísur eftir
hann hafa lifað í munnmælum og komist á
prent. Fengu skyldmenni og meintir arfræn-
ingjar að kenna á hagyrðingnum Magnúsi.
Dæmi um það eru „eftirmæli“ sem hann orti
um séra Vigfús Ormsson meðan sá enn var
á lífi og hljóða þannig:
Kámugur Fljótsdals kúgarinn
kominn er innst í Niflheiminn.
Hann syrgja engir hér í sveit,
hans sakna fáir, það eg veit.
Hann svelgdi ekkna herleg bú;
hann grætti auma, bútið er nú.20
Ekknabúið sem hvarf í meinta hít Vigfúsar
vísar augljóslega til Sigríðar móður Magnúsar.
Vigfús andaðist níræður á Arnheiðarstöðum
1841, þá blindur og karlægur, og bætti Magnús
þá enn við eftirmælin:
Sama IV, s. 34.
20 Fleiri útgáfur eru þekktar af vísu þessari, sem greinilega hefur
flogið víða. Sjá m.a. þjóðsögur Sigfúsar, s. 348.
19